Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

107. fundur 17. júlí 2013 kl. 14:15 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Thorsil ehf-Óskar eftir viðræðum við Norðurþing um úthlutun 20 hektara lóðar á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka

Málsnúmer 201107032Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings hefur vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar ósk Thorsil ehf 22 ha lóð undir kísilmálmverksmiðju. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir sig reiðubúna til að hefja undirbúning deiliskipulags lóðar undir starfsemi Thorsils að Bakka. Fyrir deilskipulagningu þarf væntanlegur lóðarhafi að leggja fram fullnægjandi upplýsingar um fyrirhugaða uppbyggingu.

2.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Magneu Magnúsdóttur, Raufarhöfn

Málsnúmer 201307025Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis Magneu Magnúsdóttur til sölu gistingar að Víkurbraut 18 á Raufarhöfn. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út til gistingar þau rými sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

3.Björn Skaptason arkitekt f.h. Fosshótela ehf. Fyrirspurn vegna stækkunar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201305020Vakta málsnúmer

F.h. lóðarhafa hefur Björn Skaptason arkitekt lagt fram tillögu að skipulagslýsingu. Skipulags- og byggingarnefnd telur að gera þurfi lítilsháttar grein fyrir þegar byggðri byggingu innan lóðarinnar. Nefndin telur ekki þörf á formlegri húsakönnun enda byggingin á lóðinni nýleg. Um bygginguna er ítarlega fjallað í Sögu Húsavíkur (I & III). Önnur byggð á svæðinu er einnig öll frá síðari helmingi síðustu aldar. Endurskoða tímaramma skipulagsferlis. Skipulagsfulltrúa er falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar nánar á framfæri við skipulagsráðgjafa. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að skipulagslýsingin með umræddum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 13:00.