Fara í efni

Björn Skaptason arkitekt f.h. Fosshótels ehf. Fyrirspurn vegna stækkunar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201305020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 104. fundur - 08.05.2013

Óskað er umsagnar um fyrirhugaða stækkun hótels að Ketilsbraut 22. Fyrir fundi liggja teikningar af mögulegri stækkun. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða viðbyggingu að umfangi í samræmi við það sem fyrirhugað var við uppbyggingu hótelsins upphaflega. Hinsvegar er ekki í gildi deiliskipulag sem skilgreinir byggingarrétt á lóðinni. Nefndin telur því óhjákvæmilegt að vinna nýtt deiliskipulag af svæðinu áður en leyfi verður veitt til framkvæmda. Skipulags- og byggingarnefnd óskar samstarfs við lóðarhafa um gerð deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 107. fundur - 17.07.2013

F.h. lóðarhafa hefur Björn Skaptason arkitekt lagt fram tillögu að skipulagslýsingu. Skipulags- og byggingarnefnd telur að gera þurfi lítilsháttar grein fyrir þegar byggðri byggingu innan lóðarinnar. Nefndin telur ekki þörf á formlegri húsakönnun enda byggingin á lóðinni nýleg. Um bygginguna er ítarlega fjallað í Sögu Húsavíkur (I & III). Önnur byggð á svæðinu er einnig öll frá síðari helmingi síðustu aldar. Endurskoða tímaramma skipulagsferlis. Skipulagsfulltrúa er falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar nánar á framfæri við skipulagsráðgjafa. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að skipulagslýsingin með umræddum breytingum verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.