Fara í efni

Frá Rarik varðandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald

Málsnúmer 201201054

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 15. fundur - 17.02.2012
Með bréfi óskar RARIK eftir viðræðum um að sveitarfélög yfirtaki götulýsingarkerfi á vegumráðasvæðum sínum sem Rarik hefur annast viðhald á.
Í öðru bréfi frá RARIK sem líka lá fyrir fundinum er greint frá því að RARIK og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi komist að samkomulagi um að gera uppkast að rammasamningi um yfirtöku sveitarfélaga á götuljósaeignunum sem hægt verður að styðjast við í samningum við einstök sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 39. fundur - 23.02.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rarik varðandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald.

Erindið er lagt fram til kynningar.