Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

15. fundur 17. febrúar 2012 kl. 14:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer









Per Langsöe Christensen kynnti breytta tillögu að deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.
Sérstaklega kynnti hann tvær hugmyndir sýnar um byggingarmöguleika á lóðum að Hafnarstétt 19-23.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á fundi sínum miðvikudaginn 15. feb. sl. að skipulagstillögunni yrði breytt til þess að heimila fyrirkomulag eins og teiknað er upp í tillögu "A".

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu s&b um að deilskipulagstillaga A verði kynnt á almennum íbúafundi.

2.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201110042Vakta málsnúmer




Engar breytingar hafa verið gerðar á áður kynntri tillögu.

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar lagði til við framkvæmda- og hafnanefnd að tillagan verði kynnt á almennum íbúafundi til samræmis við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún er lögð fram. Litið verði svo á að fyrri auglýsing skipulagstillögunnar gildi sem kynning lýsingar skv. 1. mgr. 30. gr.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu s&b um að tillagan verði kynnt á almennum íbúafundi.

Áki óskar bókað:
Fulltrúi Þinglistans vill bóka

Svæði H5 sem merkt er inn á aðalskipulag miðhafnarsvæðis og er eingöngu skipulagt fyrir hafnarsvæði telur fulltrúi Þinglistans mikilvægt að því svæði verði ekki breytt í blandað hafnar-verslunar og þjónustusvæði. Á þessu svæði er mikilvægt
að halda sem mestri umferð ferðamanna frá fiskvinnslu og umferð lyftara og stærri tækja sem þurfa þjónustu frá hafnarvog. Mikil umferð sérstaklega yfir strandveiðitímabilið getur skapað mikla hættu á slysum ef beina á t.d. þúsundum ferðamanna yfir í gömlu síldarverksmiðjuna og þvert á athafnarsvæði löndunar og vigtar. Með öryggi ferðamanna í huga leggst fulltrúi Þinglistans gegn því að H5 svæðið samkv. aðalskipulagi verði breytt í blandað svæði. Eru þessar áhyggjur fulltrúa Þinglistans í fullu samræmi við ábendingar Siglingastofnunar. Siglingastofnun telur einnig að ef svæðinu H5 verði breytt í blandað svæði þurfi að færa hafnarvogina.

Fulltrúi Þinglistans Áki Hauksson

3.Fyrirspurn frá fulltrúa Þinglistans, Áka Haukssyni, varðandi innheimtu á farþegagjöldum fyrir árið 2011

Málsnúmer 201202034Vakta málsnúmer

Áki leggur fram fyrirspurn varðandi innheimtu farþegagjalda fyrir árið 2011 og þá hvort innheimta hafi verið í samræmi við samþykkt hafnanefndar frá því 30. september 2010 en þar var samþykkt að innheimta þau mánaðarlega.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra Norðurþings hefur ekki hefur verið innheimt samkvæmt fyrirliggjandi samþykkt sem tók gildi 1. janúar 2011.
Helsta skýringin á því er framkvæmd innheimtunnar en hún felur í sér að upplýsingar um fjölda farþega á hverju viðmiðunartímabili þurfa að berast innheimtudeild sveitarfélagsins sem gefur út reikninga.
Eins og gjaldtökunni hefur verið háttað, undanfarin ár, og gert er ráð fyrir að verði samkvæmt nýju samþykktinni þurfa þeir aðilar sem reka farþegaflutninga við Húsavíkurhöfn að veita upplýsingar um fjölda farþega, hvort heldur sem er fyrir ákveðið tímabil eða allt árið.
Tímabil farþegaflutninga er mjög stutt og nær eingögnu yfir sumarmánuðina.

Reikningar fyrir árið 2011 hafa verið sendir út þ.e. er einn reikningur fyrir allt árið.
Framkvæmda- og hafnanefnd beinir því til bæjarráðs að farið verði eftir gildandi samþykkt f&h um innheimtu farþegagjalda.

4.Erindi frá Áka Haukssyni fulltrúa Þinglistans varðandi hafnarvarðamál á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 201202033Vakta málsnúmer




Áki spyr hvernig hafnavarðamál standi á Kópaskeri og Raufarhöfn og hvort ekki sé öruggt að hægt verði að taka á móti afla á báðum stöðum í einu á grásleppu- og strandveiðum.

Hafnarstjóri upplýsir að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að hægt sé að veita umrædda þjónustu.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um tólf- og fjögurra ára fjarskiptaáætlun, 342. mál og 343. mál, til umsagnar

Málsnúmer 201202016Vakta málsnúmer







Um er að ræða tvö mál sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar sveitarfélaga. Mál 342 er tillaga að tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022 og mál 343 er tillaga að fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014.
Umsögn skal berast fyrir 1. mars 2012.

Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við áætlanirnar.

6.Marel hf. Krókvog, tilboð

Málsnúmer 201202007Vakta málsnúmer




Óskað var eftir tilboði í krókvog sem nota mætti á Kópaskeri og Raufarhöfn. Nú eru aðeins tvær nothæfar vogir á stöðununum en þyrftu að vera þrjár.
Tilboð hefur borist frá Marel upp á kr. 672.000,- án vsk.


Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa vogina.

7.Bláfáninn, verkefni Landverndar

Málsnúmer 201202003Vakta málsnúmer



Fyrir fundinum lá bréf frá verkefnisstjóra Bláfánans þar sem bent er á að frestur til að skila inn umsókn um Bláfánann fyrir næsta tímabil er til 25. febrúar nk.


Framkvæmda- og hafnanefnd telur ekki ástæðu til að skila inn umsókn vegna Bláfánans að þessu sinni.

8.Frá Rarik varðandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald

Málsnúmer 201201054Vakta málsnúmer




Með bréfi óskar RARIK eftir viðræðum um að sveitarfélög yfirtaki götulýsingarkerfi á vegumráðasvæðum sínum sem Rarik hefur annast viðhald á.
Í öðru bréfi frá RARIK sem líka lá fyrir fundinum er greint frá því að RARIK og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi komist að samkomulagi um að gera uppkast að rammasamningi um yfirtöku sveitarfélaga á götuljósaeignunum sem hægt verður að styðjast við í samningum við einstök sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

9.Landgræðsla ríkisins, ósk um styrk vegna verkefnisins "Bændur græða landið"

Málsnúmer 201005024Vakta málsnúmer




Fyrir liggur bréf frá Landgræðslunni vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið en verkefnið hefur staðið yfir frá 1990. Landgræðslan fer þess vinsamlega á leit við Norðurþing að verkefni ársins 2011 verði styrkt að upphæð kr. 750.000,-

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.

10.Húsnæðisnefnd Norðurþings/Eignasjóður - rekstur

Málsnúmer 201012019Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður fasteigna fór yfir viðhaldsframkvæmdir ársins 2012.

11.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer



Erindi frá tómstunda- og æskulýðsnefnd þar sem fram kemur að nefndin hafi samþykkt á fundi sínum þann 14. febrúar sl. að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd að leikvöllurinn við Túngötu verði endurnýjaður á árinu 2012.

Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu.

12.Frá Hafnasambandi Íslands varðandi umhverfisstefnu hafna

Málsnúmer 201111079Vakta málsnúmer




Fyrir fundinum lágu drög að umhverfisstefnu fyrir hafnir Norðurþings sem. Málið var áður á dagskrá 13. fundar framkvæmda- og hafnanefndar þann 14. desember sl.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjand drög að umhverfisstefnu og mun verða unnið eftir henni í framhaldinu.

Fundi slitið - kl. 17:00.