Fara í efni

Fyrirspurn frá fulltrúa Þinglistans, Áka Haukssyni, varðandi innheimtu á farþegagjöldum fyrir árið 2011

Málsnúmer 201202034

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 15. fundur - 17.02.2012

Áki leggur fram fyrirspurn varðandi innheimtu farþegagjalda fyrir árið 2011 og þá hvort innheimta hafi verið í samræmi við samþykkt hafnanefndar frá því 30. september 2010 en þar var samþykkt að innheimta þau mánaðarlega.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra Norðurþings hefur ekki hefur verið innheimt samkvæmt fyrirliggjandi samþykkt sem tók gildi 1. janúar 2011.
Helsta skýringin á því er framkvæmd innheimtunnar en hún felur í sér að upplýsingar um fjölda farþega á hverju viðmiðunartímabili þurfa að berast innheimtudeild sveitarfélagsins sem gefur út reikninga.
Eins og gjaldtökunni hefur verið háttað, undanfarin ár, og gert er ráð fyrir að verði samkvæmt nýju samþykktinni þurfa þeir aðilar sem reka farþegaflutninga við Húsavíkurhöfn að veita upplýsingar um fjölda farþega, hvort heldur sem er fyrir ákveðið tímabil eða allt árið.
Tímabil farþegaflutninga er mjög stutt og nær eingögnu yfir sumarmánuðina.

Reikningar fyrir árið 2011 hafa verið sendir út þ.e. er einn reikningur fyrir allt árið.
Framkvæmda- og hafnanefnd beinir því til bæjarráðs að farið verði eftir gildandi samþykkt f&h um innheimtu farþegagjalda.