Fara í efni

Landgræðsla ríkisins, ósk um styrk vegna verkefnisins "Bændur græða landið"

Málsnúmer 201005024

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 15. fundur - 17.02.2012
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslunni vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið en verkefnið hefur staðið yfir frá 1990. Landgræðslan fer þess vinsamlega á leit við Norðurþing að verkefni ársins 2011 verði styrkt að upphæð kr. 750.000,-

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 25. fundur - 16.01.2013

Fyrir liggur bréf frá Landgræðslunni vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið í Norðurþingi. Verkefnið hefur staðið yfir frá frá árinu 1990. Landgræðslan fer þess vinsamlega á leit við Norðurþing að BGL verkefni ársins 2012 verði styrkt að upphæð kr. 700.000,- Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.