Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Landgræðsla ríkisins, ósk um styrk vegna verkefnisins "Bændur græða landið"
201005024
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslunni vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið í Norðurþingi. Verkefnið hefur staðið yfir frá frá árinu 1990. Landgræðslan fer þess vinsamlega á leit við Norðurþing að BGL verkefni ársins 2012 verði styrkt að upphæð kr. 700.000,- Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.
2.Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings leggur til að keypt verði landspilda úr landi Ærlækjar í Öxarfirði
201301028
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing kaupi skilgreinda landspildu úr landi Ærlækjar (umhverfis Öxarfjarðarskóla) í Öxarfirði um það bil 2,5 ha. Óskað er eftir þessum kaupum til þess að hægt sé að skilgreina lóðir á svæðinu undir þær fasteignir sem Norðurþing á. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að umrædd landspilda verði keypt. Tryggvi vék af fundi undir þessum lið.
3.Einar Ragnarsson gerir tilboð í Vogsholt 11, Raufarhöfn
201212095
Fyrir fundinum lá kauptilboð frá Einari Ragnarssyni Aðalbraut 67, Raufarhöfn í fasteignina Vogsholt 11 Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir kauptilboðið og felur umsjónarmanni fasteigna að ganga frá kaupsamningi.
4.Fjárhagsáætlun - framkvæmda- og hafnanefnd 2013
201209023
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings vegna ársins 2013. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá enda tekur hún mið af verðlagsbreytingum.
5.Þráinn Ómar Sigtryggsson og Einar Ófeigur Björnsson f.h. fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi, sækja um styrk vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði
201210102
Þetta mál var áður tekið fyrir í nefndinni 14. nóvember 2012 og 12. desember 2012 en afgreiðslu frestað þá. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar hafnar erindinu. Hjálmar Bogi er ósammála þessari afgreiðslu nefndarinnar.
6.Snjómokstur í Norðurþingi
201301030
Rætt um fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að segja upp samningum um snjómokstur í sveitarfélaginu með það fyrir augum að endurskoða fyrirkomulag snjómoksturs fyrir næsta vetur.
Fundi slitið - kl. 19:00.