Fara í efni

Norðurþing sækir um útskipti lóðar og stofnun úr lóð Skúlagarðs undir skólastjórabústað. Nafnið verði Höfðaborg

Málsnúmer 201202022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 12. fundur - 28.02.2012



Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 15. febrúar s.l.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:



"Fyrir liggur afmörkun lóðar um Skúlagarð sem sátt er um við aðliggjandi landeigendur. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir afmörkun lóðarinnar og útskiptingu lóðar út úr henni umhverfis gamla skólastjórabústað. Fyrir fundi liggur hnitsett lóðarmynd. Ennfremur er óskað eftir samþykki fyrir heitinu Höfðaborg á lóðina undir gamla skólastjórabústað.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að afmörkun beggja lóða verði samþykkt og samþykkir fyrir sitt leyti áformað heiti lóðar".


Tillagan samþykkt samhljóða án umræðu.

<TABLE class=submaintable border=0 cellSpacing=0 cellPadding=1 name="tMain">
<TBODY>
<TR class=Cell>
<TD class=Label title=""></TD>
<TD colSpan=3></TD></TR></TBODY></TABLE>