Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

12. fundur 28. febrúar 2012 kl. 16:15 - 19:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Norðurþing sækir um útskipti lóðar og stofnun úr lóð Skúlagarðs undir skólastjórabústað. Nafnið verði Höfðaborg

Málsnúmer 201202022Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 15. febrúar s.l.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:



"Fyrir liggur afmörkun lóðar um Skúlagarð sem sátt er um við aðliggjandi landeigendur. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir afmörkun lóðarinnar og útskiptingu lóðar út úr henni umhverfis gamla skólastjórabústað. Fyrir fundi liggur hnitsett lóðarmynd. Ennfremur er óskað eftir samþykki fyrir heitinu Höfðaborg á lóðina undir gamla skólastjórabústað.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að afmörkun beggja lóða verði samþykkt og samþykkir fyrir sitt leyti áformað heiti lóðar".


Tillagan samþykkt samhljóða án umræðu.

<TABLE class=submaintable border=0 cellSpacing=0 cellPadding=1 name="tMain">
<TBODY>
<TR class=Cell>
<TD class=Label title=""></TD>
<TD colSpan=3></TD></TR></TBODY></TABLE>

2.Sölusamningur og innlausn skuldabréfs milli Orkuveitu Húsavíkur og Landsvirkjunar og Norðurþings

Málsnúmer 201202068Vakta málsnúmer





Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir í stjórn Orkuveitu Húsavikur ohf. og felur í sér samning um sölu á hlutafé Orkuveitu Húsavíkur ohf. í Þeistareykjum ehf. milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Landsvirkjunar og Norðurþings.

Um er að ræða sölu á um 3,2% hlut OH í félaginu Þeistareykjum ehf. að nafnverði kr. 33.169.480.- Hið selda eru allir hlutir OH í Þeistareykjum ehf. og fer OH því ekki lengur með eignarhlut í félaginu eftir undirritun kaupsamnings þessa.
Einnig hefur OH og LV náð samkomulagi um yfirtöku og innlausn LV á skuldabréfi OH, sem gefið var út af LV í tengslum við fyrri kaupsamning LV og OH þann 29. september 2010. Innlausnar- og yfirtökuverðið skal LV greiða OH í tvennu lagi, þann 1. júní 2012 og 1. september 2012.

Meðfylgjandi samningi þessum er fylgiskjal þar sem fram kemur útreikningur á innlausnar- og yfirtökuverði skuldabréfsins þann 7. febrúar 2012.

Til máls tóku: Bergur, Jón Helgi, Þráinn og Gunnlaugur.

Jón Helgi lagði fram tillögu að afgreiðslu. Tillagan er eftirfarandi:
"Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi samning að því tilskyldu að grein 4.9. verði breytt. Þar skal koma fram að lánasamningurinn verði að fullu greiddur, með vöxtum og verðtryggingu, án affalla. Greiðsla fari fram þegar skilyrðislaus samningur um iðnaðaruppbyggingu á Bakka liggur fyrir".

Samningurinn samþykktur samhljóða með áorðnum breytingum.

3.Hugmundir að byggingu gervigrasvallar á Húsavík

Málsnúmer 201009063Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 39. fundi bæjarráðs þann 23. febrúar s.l.
Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:



"Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings um uppbyggingu og rekstur gervigrasvallar á Húsavík. Samkvæmt samningnum mun Orkuveita Húsavíkur ohf. eiga og sjá um rekstur á lagna, raf, dælukerfi og fráveitu tengdri framkvæmdinni.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur. Að fengnu samþykki bæjarstjórnar Norðurþings mun verkefnið boðið út samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum".

Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Bergur, Þráinn og Trausti.

Fyrirliggjandi samningur samþykktur samhljóða.

4.Tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni-um mynd-og hljóðupptökur af bæjarstjórnarfundum til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201202066Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni.

Undirritaður leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að fundir hennar verði teknir upp sem hljóð- og/eða myndskrá og gerðir aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Rökstuðningur:
1. Fundir bæjarstjórnar verða aðgengilegir öllum íbúum sveitarfélagsins. Norðurþing er dreifbýlt sveitarfélag með þremur byggðakjörnum.
2. Íbúar gerðir meðvirkari í lýðræðislegri þátttöku og ákvörðunartöku enda fer bæjarstjórn með æðsta vald í stjórnsýlsunni.
3. Íbúar verða upplýstari um störf bæjarstjórnar.

Hjálmar Bogi Hafliðason - sign

Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Birna, Þráinn, Trausti, Sigríður og Gunnlaugur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs til úrvinnslu.

5.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga að breytingu á nefndarskipan í yfirkjörstjórn.

Guðrún Kristín Jóhannsdóttir hefur beðist lausnar sem formaður yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins Norðurþings.
Tillaga er um að Höskuldur Skúli Hallgrímsson komi inn sem aðalmaður í yfirkjörstjórn.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:05.