Fara í efni

Tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni-um mynd-og hljóðupptökur af bæjarstjórnarfundum til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201202066

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 12. fundur - 28.02.2012



Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni.

Undirritaður leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að fundir hennar verði teknir upp sem hljóð- og/eða myndskrá og gerðir aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Rökstuðningur:
1. Fundir bæjarstjórnar verða aðgengilegir öllum íbúum sveitarfélagsins. Norðurþing er dreifbýlt sveitarfélag með þremur byggðakjörnum.
2. Íbúar gerðir meðvirkari í lýðræðislegri þátttöku og ákvörðunartöku enda fer bæjarstjórn með æðsta vald í stjórnsýlsunni.
3. Íbúar verða upplýstari um störf bæjarstjórnar.

Hjálmar Bogi Hafliðason - sign

Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Birna, Þráinn, Trausti, Sigríður og Gunnlaugur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs til úrvinnslu.