Fara í efni

Þórir Örn Gunnarsson f.h. Sæskeljar ehf. sækir um niðurfellingu á bátagjöldum

Málsnúmer 201203007

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 16. fundur - 14.03.2012





Sæskel ehf. er nýtt fyrirtæki á Húsavík sem stundar tilraunaeldi á kræklingi í Skjálfandaflóa. Forsvarsmenn fyrirtækisin hófu tilraunirnar fyrir þremur árum og virðast þær lofa góðu. Kostnaður við tilraunina hefur verið umtalsverður t.d rekstur báts en hann er nauðsynlegur til að hægt sé að sinna verkefninu.
Sæskel ehf. óskar eftir stuðningi Norðurþings við verkefnið í formi niðurfellingar gjalda á bát félagsins Sæskel ÞH 16 en slíkur stuðningur mundi skipta miklu máli fyrir framgang verkefnisins.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fella niður hafnargjöld fyrir bátinn Sæskel ÞH 16 í eitt ár frá 1. mars 2012 vegna frumkvöðlastarfsemi.