Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

16. fundur 14. mars 2012 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer




;
Per Langsöe Christensen kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Til umræðu voru þau sjónarmið sem fram komu á almennum kynningarfundi sem haldinn var 27. febrúar s.l. og tillögur skipulags- og byggingarnefndar að breytingum á fyrri skipulagstillögu í kjölfar kynningarfundarins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að tillagan með breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
;
Framkvæmda- og hafnanefnd felst á tillögu skipulags- og byggingarnefndar eins og hún liggur fyrir og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

2.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201110042Vakta málsnúmer
















;
Til umfjöllunar er tillaga Per Langsöe Christensen að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 sem f.o.f. snýr að stækkun svæðis undir blandaða landnotkun á kostnað hafnarsvæðis H5.
;
Framkvæmda og hafnanefnd Norðurþings leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga samhliða breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis.
Áki óskar bókað:
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS 10pt? FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Fulltrúi Þinglistans vill bóka
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS 10pt? FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS 10pt? FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Svæði H5 sem merkt er inn á aðalskipulag miðhafnarsvæðis og er eingöngu skipulagt fyrir hafnarsvæði telur fulltrúi Þinglistans mikilvægt að því svæði verði ekki breytt í blandað hafnar-verslunar og þjónustusvæði. Á þessu svæði er mikilvægt að halda sem mestri umferð ferðamanna frá fiskvinnslu og umferð lyftara og stærri tækja sem þurfa þjónustu frá hafnarvog. Mikil umferð sérstaklega yfir strandveiðitímabilið getur skapað mikla hættu á slysum ef beina á t.d. þúsundum ferðamanna yfir í gömlu síldarverksmiðjuna og þvert á athafnarsvæði löndunar og vigtar. Með öryggi ferðamanna í huga leggst fulltrúi Þinglistans gegn því að H5 svæðið samkv. aðalskipulagi verði breytt í blandað svæði. Eru þessar áhyggjur fulltrúa Þinglistans í fullu samræmi við ábendingar Siglingastofnunar. Siglingastofnun telur einnig að ef svæðinu H5 verði breytt í blandað svæði þurfi að færa hafnarvogina.
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS 10pt? FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; 10pt; mso-fareast-font-family: mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-font-family: ?Times New Roman?; mso-bidi-language: AR-SA?>Fulltrúi Þinglistans Áki Hauksson
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; 10pt; mso-fareast-font-family: mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-font-family: ?Times New Roman?; mso-bidi-language: AR-SA?>
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; 10pt; mso-fareast-font-family: mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-font-family: ?Times New Roman?; mso-bidi-language: AR-SA?>Sigurgeir óskar bókað:
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; 10pt; mso-fareast-font-family: mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-font-family: ?Times New Roman?; mso-bidi-language: AR-SA?>
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; 10pt; mso-fareast-font-family: mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-font-family: ?Times New Roman?; mso-bidi-language: AR-SA?>
;<SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: " lang=IS 10pt? FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Það er mat mitt að uppbygging ferðatengdrar starfssemi væri best fyrirkomið á núverandi miðhafnarsvæði. Horfa hefði átt á möguleika að færa til starfssemi innan hafnarsvæðisins. Starfsemi björgunarsveitar og verðbúða hefði verið hægt að færa til á hentugri svæði. Flutningur verðbúða í gömlu síldarvinnsluna og uppbygging ferðatengdrar starfssemi í verðbúðunum hefði verið álitlegasti kosturinn. Vegna andstöðu við það mál er fyrirhugað að koma upp ferðatengdri starfssemi í gömlu síldarverksmiðjunni.
;<SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: " lang=IS 10pt? FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Ekki er annað að sjá að þær hugmyndir sem fram eru komnar um breytingu á Búðarárgili muni auka umferð gangandi fólks um það svæði. Á því svæði sem afmarkast af Naustagili og Búðarárgili mun því alltaf verða skörun á milli starfssemi tengdri sjávarútvegi og ferðamennsku. Það ætti því að vera verkefni okkar að finna leiðir svo þessir tveir atvinnuvegir fari saman á því svæði.<A name=_GoBack></A>
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=IS FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; 10pt; mso-fareast-font-family: mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-font-family: ?Times New Roman?; mso-bidi-language: AR-SA?>

3.Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201203011Vakta málsnúmer




Vinna hefur staðið yfir við gerð frumvarps til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin sem berast skulu fyrir 16. mars n.k.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela Sorpsamlagi Þingeyinga að gera athugasemdir fyrir hönd Norðurþings.

4.Þórir Örn Gunnarsson f.h. Sæskeljar ehf. sækir um niðurfellingu á bátagjöldum

Málsnúmer 201203007Vakta málsnúmer





Sæskel ehf. er nýtt fyrirtæki á Húsavík sem stundar tilraunaeldi á kræklingi í Skjálfandaflóa. Forsvarsmenn fyrirtækisin hófu tilraunirnar fyrir þremur árum og virðast þær lofa góðu. Kostnaður við tilraunina hefur verið umtalsverður t.d rekstur báts en hann er nauðsynlegur til að hægt sé að sinna verkefninu.
Sæskel ehf. óskar eftir stuðningi Norðurþings við verkefnið í formi niðurfellingar gjalda á bát félagsins Sæskel ÞH 16 en slíkur stuðningur mundi skipta miklu máli fyrir framgang verkefnisins.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fella niður hafnargjöld fyrir bátinn Sæskel ÞH 16 í eitt ár frá 1. mars 2012 vegna frumkvöðlastarfsemi.

5.343. fundur Hafnasambands Íslands ásamt ársreikningi

Málsnúmer 201202073Vakta málsnúmer




Fyrir fundinum lá til kynningar fundargerð 343. fundar Hafnasambands Íslands. Einnig ársreikningar Hafnasambandsins fyrir árið 2011.

Lagt fram til kynningar.

6.Erindi frá Svalbarðshreppi varðandi sauðfjárveikigirðingar

Málsnúmer 201202063Vakta málsnúmer


Í bréfi Svalbarðshrepps er þess farið á leit að Norðurþing taki þátt í, með Svalbarðshreppi, að fjarlægja gamlar og ónýtar sauðfjárveikivarnargirðingar sem liggja frá Krossavík í Svalbarðshreppi yfir að Snartarstöðum í Núpasveit. Gróflega áætlað eru 10 km girðingarinnar í Svalbarðshreppi en 16 km í Norðurþingi. Möguleiki er að fá sjálboðaliðasamtökin SEEDS til þátttöku en sjá þarf þeim fyrir fæði og gistingu. Landeigendur á svæðinu gætu einnig lagt fram vélar og vinnu að einhverju leiti. Áætlaður kostnaður við verkið er 995.000 kr.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.

7.Landbótasjóður Landgræðslu ríkisins

Málsnúmer 201102096Vakta málsnúmer


Norðurþing sótti um styrk til Landbótasjóðs eins og undanfarin ár. Landbótasjóður hefur nú úthlutað Norðurþingi kr. 850.000,- vegna ársins 2012 til uppgræðslu austan Húsavíkurfjalls.

Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar styrkinn.

8.Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir f.h. Blúndu ehf. óskar eftir að leigja verbúð á Húsavík

Málsnúmer 201201026Vakta málsnúmer


Á 14. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 11. janúar sl. var afgreitt erindi frá Blúndu ehf. um leigu á verbúð. F&h samþykkti erindið. Blúnda ehf. hefur nú ákveðið að taka verbúðina ekki á leigu.

Lagt fram til kynningar.

9.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag

Málsnúmer 201103027Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd frestar vinnu við málið.

10.Samningsumboð til bæjarstjóra vegna stórnotenda Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 201203050Vakta málsnúmer





Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita bæjarstjóra samningsumboð nefndarinnar til samningagerðar við stórnotendur í Húsavíkurhöfn enda verða allir samningar lagðir fyrir framkvæmda- og hafnanefnd til afgreiðslu.

11.Umhverfisverðlaun Norðurþings 2012

Málsnúmer 201203049Vakta málsnúmer


Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita umhverfisverðlaun Norðurþings með svipuðum hætti og var fyrir nokkrum árum. Verðlaunin verða veitt á hausti komanda og mun fyrikomulagið nánar auglýst síðar.

Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og hafnafulltrúa að móta reglur þar um sem ná m.a. til fyrirtækja, lögbýla og stofnana.

12.Hreinsunardagur 2012

Málsnúmer 201203048Vakta málsnúmer


Hreinsunardagur 2012 í Norðurþingi verður haldinn í vor eins og undanfarin ár. Tímasetning ræðst af veðurfari en verður væntanlega í kringum mánaðamót maí/júní.

13.Flotbryggjur á Húsavík - viðbót

Málsnúmer 201203064Vakta málsnúmer


Fyrir nefndinni liggur tilboð frá Króla ehf. vegna lengingar á flotbryggju á Húsvík. Tilboð Króla ehf. hljóðar upp á 6.875.000 án VSK. Bryggjan er 3m breið og 25m löng. Í tilboðinu er uppsetning og festingar, flutningur og frágangur.

Framkvæmda- og hafnanefnd sækir um aukafjárveitingu til bæjarráðs vegna þessa.

Fundi slitið - kl. 17:30.