Fara í efni

Axel Yngvason f.h. Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð

Málsnúmer 201203033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 90. fundur - 28.03.2012

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð. Skálinn stendur nú við norðurenda Skúlagarðs. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fallist verði á stöðuleyfi fyrir húsinu á nýjum stað til 31. mars 2013, enda standi það ekki nær öðrum mannvirkjum en 8 m.

Bæjarstjórn Norðurþings - 13. fundur - 03.04.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 90. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem Axel Yngvason f.h. Skúlagarðs fasteignafélags ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gistiskála. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð.
Skálinn stendur nú við norðurenda Skúlagarðs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fallist verði á stöðuleyfi fyrir húsinu á nýjum stað til 31. mars 2013, enda standi það ekki nær öðrum mannvirkjum en 8 m. Til máls tóku undir þessum lið: Trausti, Jón Grímsson og Soffía. Tillagan samþykkt samhljóða.