Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

90. fundur 28. mars 2012 kl. 08:15 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Hilmar Dúi Björgvinsson aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hermann Bárðarson f.h. Hvalamiðstöðvar óskar eftir að skilgreindur verði stærri byggingarreitur að Hafnarstétt 1

Málsnúmer 201203093Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur norðan við húsnæði Hvalasafnsins að Hafnarstétt 1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að skilgreindur verði í deiliskipulagstillögu byggingarreitur fyrir viðbyggingu við Hvalasafnið til samræmis við hugmyndir sem fram koma í erindi. Nefndin telur þó ekki rétt að byggingarreitur gangi nær gangstétt í Naustagili en 4 m.

2.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer

Kynnt var svar Mannvirkjastofnunar vegna fyrirspurnar um stiga og brú um Hafnarstétt 11. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að skilgreina byggingarrétt til norðurs úr Hvalasafni til samræmis við afgreiðslu liðar 1. Um er að ræða breytingu frá tillögu nefndarinnar frá 1. mars s.l. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi með ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

3.Skipulagsstofnun, varðandi lagningu jarðstrengs meðfram virkjanaveg milli Þeistareykja og Húsavíkur, ósk um umsögn

Málsnúmer 201203067Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar Norðurþings um hvort og á hvaða forsendum lagning jarðstrengs meðfram virkjanavegi milli Þeistareykja og Húsavíkur væri háð mati á á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og byggingarnefnd telur rafstreng í vegkanti ekki líklegan til að hafa veruleg umhverfisáhrif og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

4.Axel Yngvason f.h. Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð

Málsnúmer 201203033Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistiskála austan bílskúrs við Skúlagarð. Skálinn stendur nú við norðurenda Skúlagarðs. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fallist verði á stöðuleyfi fyrir húsinu á nýjum stað til 31. mars 2013, enda standi það ekki nær öðrum mannvirkjum en 8 m.

5.Val ehf. sækir um leyfi til að einangra og klæða utan húsið að Garðarsbraut 34 með múrklæðningu

Málsnúmer 201203078Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að einangra húsið að utan með 50 mm frauðplasteinangrun og klæða múrklæðningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði erindi 22. mars s.l.

Fundi slitið - kl. 13:00.