Fara í efni

Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun vekja athygli á lögum um efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 201206020

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 19. fundur - 13.06.2012

Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vekja með bréfi athygli sveitarfélaga á lagaákvæðum sem snerta efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.Stofnanirnar hvetja sveitarstjórnir til þess að ganga nú þegar úr skugga um að öll efnistaka sem lagaákvæðin eiga við uppfylli kröfu um framkvæmdaleyfi.Í þeim tilvikum þar sem sem framkvæmdaleyfi er ekki í gildi verði efnistaka stöðvuð þar til leyfi hefur verið gefið út en í einhverjum tilvikum er þó svigrúm hvað þetta varðar til 1. júlí næstkomandi. Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012

Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vekja með bréfi athygli sveitarfélaga á lagaákvæðum sem snerta efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.Stofnanirnar hvetja sveitarstjórnir til þess að ganga nú þegar úr skugga um að öll efnistaka sem lagaákvæðin eiga við uppfylli kröfu um framkvæmdaleyfi.Í þeim tilvikum þar sem sem framkvæmdaleyfi er ekki í gildi verði efnistaka stöðvuð þar til leyfi hefur verið gefið út en í einhverjum tilvikum er þó svigrúm hvað þetta varðar til 1. júlí næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.