Fara í efni

Íbúar Raufarhafnar krefjast að lokið verði við viðgerðir á félagsheimili bæjarins og benda á slæmt ástand bryggju við smábátahöfn á staðnum

Málsnúmer 201207033

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 21. fundur - 20.08.2012

Fyrir nefndinni liggur undirskriftarlisti frá íbúum Raufarhafnar þar sem þess er krafist að lokið verði við viðgerðir á félagsheimili bæjarsins og húsið málað. Jafnframt er vakin athygli á ástandi trébryggju við smábátahöfn, hún talin hættuleg mönnum og að verða ónothæf með öllu. Svo skynsamlegt sé mála útveggina á félagsheimilinu Hnitbjörg á Raufarhöfn þarf að endurbyggja stóran hluta af þaki hússins til að koma í veg fyrir vatnsflæði ofan í útveggina. Nefndin mun leggja til að fjármunum verði veitt til verksins við fjárhagsáætlun 2013. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Fulltrúi Þinglistans vill láta bóka <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Ekki ættu ráðamenn Norðurþings að vera í vandræðum með fjármagn til að klára viðgerðir og málun á félagsheimilinu á Raufarhöfn miðað við þær framkvæmdir sem þegar eru í gangi með opnum víxlum. Nægt fé virðist vera í töfrahatti Norðurþings til framkvæmda eftir að kanínurnar voru fjarlægður úr honum. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Fulltrúi Þinglistans leggur fram þá tillöggu að félagsheimilið á Raufarhöfn verði málað grænum að lit sem tónar út í gervigraslitinn með vallaráferð, það ætti verulega að liðka fyrir fjármagni til að klára viðgerðir og málun á félagsheimilinu á Raufarhöfn í ár. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Meirihluti nefndarinnar tekur ekki afstöðu til þess hvaða litur eða áferð mun prýða húsið. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa Raufarhafnar vegna ástands smábátabryggju og mun leggja til við Siglingastofnun að endurbætur verði gerðar. Nefndin felur hafnastjóra að senda erindi til Siglingastofnunar um úttekt á bryggjunni.