Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

21. fundur 20. ágúst 2012 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Hafnasambandsþing 2012

201208026

Hafnasambandsþing verður haldið dagana 20,-21, september komandi. Hafnir Norðurþings eiga rétt á tveimur fulltrúum á þingið. Nefndin samþykkir að Þráinn Guðni Gunnarsson, Áki Hauksson verði fulltrúar Norðurþings. Til vara verði Tryggvi Jóhannsson, hafnastjóri.

2.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna miðhafnarsvæðis

201110042

Fyrir nefndinni liggur tillaga að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir árið 2010 - 2030. Kynningarferli er lokið. Ein athugasemd barst vegna breytingarinnar frá Braga Sigurðssyni. Bragi mótmælir eftirfarandi breytingu sem felst í að svæði undir blandaða landnotkun á hafnarsvæðinu (V1/H4) er stækkað á kostnað hreins hafnarsvæðis (H5). Meirihluti f&h nefndar telur að athugasemdin gefi ekki tilefni til breytingar á tillögunni og leggur til að breytt aðalskipulag verði staðfest í bæjarstjórn. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Áki Hauksson og Hjálmar Bogi óska bókað: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Við leggjumst gegn því að svæði (V1/H4) (blandað svæði) verði stækkað á kostnað hreins hafnarsvæðis H5 (hafnarsvæðis). Á umræddu svæði er athafnasvæði útgerðar og viktunarþjónustu sveitarfélagsins. Við teljum óskynsamlegt að ætla ferðafólki að þvera umrætt svæði, sérstaklega á háannatíma bæði ferðaþjónustu og útgerðar enda bendir Siglingastofnun á það í athugasemd við skipulagið. Siglingastofnun bendir á að verði fyrirhuguð breyting gerð á aðalskipulaginu telur hún að færa þurfi hafnarvogina/viktunarþjónusta sveitarfélagsins. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Undirritaðir vilja taka fram að verkefnið Garðarshólmur er áhugavert og spennandi verkefni sem mun auka menningu og þekkingu á svæðinu. Engu að síður finnst víða húsnæði fyrir slíka starfsemi á Húsavík.

3.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

201105013

Fyrir nefndinni liggur til umsagnar tillaga að nýju deiliskipulagi á miðhafnarsvæðinu á Húsavík. Nefndin gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu s&b nefndar á tillögunni og leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt í bæjarstjórn.

4.Íbúar Raufarhafnar krefjast að lokið verði við viðgerðir á félagsheimili bæjarins og benda á slæmt ástand bryggju við smábátahöfn á staðnum

201207033

Fyrir nefndinni liggur undirskriftarlisti frá íbúum Raufarhafnar þar sem þess er krafist að lokið verði við viðgerðir á félagsheimili bæjarsins og húsið málað. Jafnframt er vakin athygli á ástandi trébryggju við smábátahöfn, hún talin hættuleg mönnum og að verða ónothæf með öllu. Svo skynsamlegt sé mála útveggina á félagsheimilinu Hnitbjörg á Raufarhöfn þarf að endurbyggja stóran hluta af þaki hússins til að koma í veg fyrir vatnsflæði ofan í útveggina. Nefndin mun leggja til að fjármunum verði veitt til verksins við fjárhagsáætlun 2013. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Fulltrúi Þinglistans vill láta bóka <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Ekki ættu ráðamenn Norðurþings að vera í vandræðum með fjármagn til að klára viðgerðir og málun á félagsheimilinu á Raufarhöfn miðað við þær framkvæmdir sem þegar eru í gangi með opnum víxlum. Nægt fé virðist vera í töfrahatti Norðurþings til framkvæmda eftir að kanínurnar voru fjarlægður úr honum. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Fulltrúi Þinglistans leggur fram þá tillöggu að félagsheimilið á Raufarhöfn verði málað grænum að lit sem tónar út í gervigraslitinn með vallaráferð, það ætti verulega að liðka fyrir fjármagni til að klára viðgerðir og málun á félagsheimilinu á Raufarhöfn í ár. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Meirihluti nefndarinnar tekur ekki afstöðu til þess hvaða litur eða áferð mun prýða húsið. <P style="MARGIN: 12pt 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa Raufarhafnar vegna ástands smábátabryggju og mun leggja til við Siglingastofnun að endurbætur verði gerðar. Nefndin felur hafnastjóra að senda erindi til Siglingastofnunar um úttekt á bryggjunni.

5.Stefán H. Grímsson f.h. Sel sf. óskar eftir að fá á leigu lóð sunnan verbúðar á Kópaskeri

201207036

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur f&þ fulltrúa að gera drög að samningi og leggja fyrir nefndina. Jón Grímsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6.Landleigusamningar hestamanna og fjáreigenda á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði

201208037

Um ræðir iðnaðarlóðina á Bakka. Nefndin leggur til að samkomulag við fjáreigendur og hestamenn verði sagt upp enda fyrirhuguð iðnaðaruppbygging á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.