Fara í efni

Snorraverkefnið

Málsnúmer 201209016

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32. fundur - 12.11.2013

Fyrir nefndinni liggur umsókn um styrk frá Snorraverkefninu vegna sumarsins 2014. Snorraverkefnið er rekið af Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita fólki á aldrinum 18 - 28 ára af íslenskum ættum í Norður Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í sex vikna sumarverkefni. Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar til samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2014 liggur fyrir.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014

Erindinu var frestað á fundi fræðslu-og menningarnefndar 12. nóvember sl. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.