Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

32. fundur 12. nóvember 2013 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar fór nefndin í heimsókn í Borgarhólsskóla og skoðaði framkvæmdir við mötuneyti undir leiðsögn Jóns Höskuldssonar deildarstjóra og Einars Friðbergssonar húsvarðar.

1.Menningarmiðstöð Þingeyinga, kynning á starfsemi

Málsnúmer 201310100Vakta málsnúmer

Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Snorri Guðjón Sigurðsson héraðsskjalavörður tóku á móti nefndinni í Safnahúsinu á Húsavík. Sif kynnti starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Snorri kynnti starfsemi héraðsskjalasafns Þingeyinga og ljósmyndasafns Þingeyinga. Að því búnu var farin skoðunarferð um Safnahúsið. Fulltrúar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga viku af fundi kl. 16:25 Nefndarmenn héldu í stjórnsýsluhúsið á Húsavík þar sem fundi var fram haldið.

2.Vistun barna á leikskólaaldri á Kópaskeri

Málsnúmer 201310122Vakta málsnúmer

Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri og Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri Öxarfjarðarskóla og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri mættu á fundinn. Fyrir nefndinni liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa um málefnið ásamt bréfum frá skólastjóra Öxarfjarðarskóla í október og nóvember 2013, bréfi frá leikskólakennurum við Öxarfjarðarskóla til skólastjóra dags 29. október 2013 og upplýsingum frá stjórn foreldrafélags Öxarfjarðarskóla frá vori 2012. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Fram kom á íbúafundi í Öxarfirði að atvinnulíf á svæðinu kallar eftir dagvistun eða leikskóla á Kópaskeri. Fyrir liggur að ekki er grundvöllur að svo stöddu til að koma á fót leikskóladeild á Kópaskeri sökum barnfæðar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði upp dagvistun á Kópaskeri til reynslu í eitt ár. Aðstaða verði í skólahúsinu á Kópaskeri, jafnframt verði annarri starfsemi í húsinu hagað með þeim hætti að öryggi barna og starfsmanna verði fullnægt. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ljúka aðgerðaáætlun í samræmi við ákvörðun nefndarinnar og vinna að framgangi málsins í samstarfi við bæjarstjóra. Guðrún S. Kristjánsdóttir, Hrund Ásgeirsdóttir og Bergur Elías Ágústsson viku af fundi kl. 17:15.

3.Frá Húsavíkurstofu, Mærudagar 2013

Málsnúmer 201305048Vakta málsnúmer

Einar Gíslason framkvæmdastsjóri Húsavíkurstofu mætti á fundinn. Einar fór yfir og kynnti skýrslu verkefnisstjóra um Mærudaga 2013. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar framkvæmdaaðilum fyrir gott skipulag og myndarlega framkvæmd. Einar Gíslason vék af fundi kl. 17:30.

4.03 Heilbrigðismál - hreyfing aldraðra

Málsnúmer 201311024Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Björgu Björnsdóttur sjúkraþjálfara fyrir hönd sjúkraþjálfara þess efnis að kr. 300.000 sem samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013 eru ætlaðar til eflingar hreyfingar eldri borgara í sveitarfélaginu verði varið til að styrkja félög eldri borgara í sveitarfélaginu til þess að bæta aðstöðu sína og tækjabúnað til hreyfingar. Fræðslu- og menningarnefnd getur ekki fallist á að fjármagnið fari til tækjakaupa. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Hjartaheill í Þingeyjarsýslum um kr. 300.000.- til niðurgreiðslu á kostnaði við hjartaleikfimi. Sigurður Aðalgeirsson vék af fundi.

5.Snorraverkefnið

Málsnúmer 201209016Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn um styrk frá Snorraverkefninu vegna sumarsins 2014. Snorraverkefnið er rekið af Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita fólki á aldrinum 18 - 28 ára af íslenskum ættum í Norður Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í sex vikna sumarverkefni. Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar til samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2014 liggur fyrir.

6.Endurnýjun samnings vegna Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 201311025Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja drög að samningi við Þekkingarnet Þingeyinga vegna framlaga í verkefnasjóð Þekkingarnets Þingeyinga. Markmið samningsins er að: stuðla að atvinutækifærum fyrir þingeyskt háskólafólk; stuðla að eflingu byggðar með því að beina kröftum rannsakenda að menningu, umhverfi og atvinnulífi Þingeyjrsýslna; mynda tengsl við háskólastofnanir og rannsakendur í gegnum áhugaverð nemendaverkefni; hafa fastan farveg til að sækja fjármagn úr samkeppnissjóðum eða til fyrirtækja til verkefna fyrir háskólanema með mótframlagi úr heimabyggð. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.

7.Þekkingarnet Þingeyinga - fundargerðir

Málsnúmer 201305032Vakta málsnúmer

Fundargerðir 76. fundar framkvæmdaráðs Þekkingarnets Þingeyinga og 77. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lagðar fram til kynningar.

8.íbúafundir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201103111Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur samantekt af ábendingum og spurningum frá íbúafundum sem haldnir voru í sveitarfélaginu 23. og 24. október sl. Fræðslu- og menningarnefnd fór yfir tillögur og ábendingar sem heyra undir nefndina en þær snúa að leikskólamálum á Kópaskeri, skólamálum á Raufarhöfn og menningarstefnu sveitarfélagsins. Nefndin er nú þegar að vinna að verkefnum varðandi leikskóla og dagvistun á Kópaskeri og skólamál á Raufarhöfn.Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna drög að menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, stefnan taki mið af menningarstefnu Eyþings.

9.Umsókn um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2013-2014

Málsnúmer 201304088Vakta málsnúmer

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur auglýst eftir umsóknum vegna framlaga fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, forsenda framlaga er að námið sé metið til eininga á framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.

10.Samtökin ´78, jafningjafræðsla og 17. maí

Málsnúmer 201311050Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur kynningarbréf frá Samtökunum 78 þar sem greint er frá starfsemi þeirra og kynningarstarfi í skólum. Föstudagurinn 17. maí 2014 verður helgaður málefnum hinsegin fólks og er hvatt til að flagga regnbogafána þann dag. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.