Fara í efni

Endurnýjun samnings vegna Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 201311025

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32. fundur - 12.11.2013

Fyrir nefndinni liggja drög að samningi við Þekkingarnet Þingeyinga vegna framlaga í verkefnasjóð Þekkingarnets Þingeyinga. Markmið samningsins er að: stuðla að atvinutækifærum fyrir þingeyskt háskólafólk; stuðla að eflingu byggðar með því að beina kröftum rannsakenda að menningu, umhverfi og atvinnulífi Þingeyjrsýslna; mynda tengsl við háskólastofnanir og rannsakendur í gegnum áhugaverð nemendaverkefni; hafa fastan farveg til að sækja fjármagn úr samkeppnissjóðum eða til fyrirtækja til verkefna fyrir háskólanema með mótframlagi úr heimabyggð. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.