Fara í efni

Vistun barna á leikskólaaldri á Kópaskeri

Málsnúmer 201310122

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32. fundur - 12.11.2013

Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri og Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri Öxarfjarðarskóla og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri mættu á fundinn. Fyrir nefndinni liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa um málefnið ásamt bréfum frá skólastjóra Öxarfjarðarskóla í október og nóvember 2013, bréfi frá leikskólakennurum við Öxarfjarðarskóla til skólastjóra dags 29. október 2013 og upplýsingum frá stjórn foreldrafélags Öxarfjarðarskóla frá vori 2012. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Fram kom á íbúafundi í Öxarfirði að atvinnulíf á svæðinu kallar eftir dagvistun eða leikskóla á Kópaskeri. Fyrir liggur að ekki er grundvöllur að svo stöddu til að koma á fót leikskóladeild á Kópaskeri sökum barnfæðar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði upp dagvistun á Kópaskeri til reynslu í eitt ár. Aðstaða verði í skólahúsinu á Kópaskeri, jafnframt verði annarri starfsemi í húsinu hagað með þeim hætti að öryggi barna og starfsmanna verði fullnægt. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ljúka aðgerðaáætlun í samræmi við ákvörðun nefndarinnar og vinna að framgangi málsins í samstarfi við bæjarstjóra. Guðrún S. Kristjánsdóttir, Hrund Ásgeirsdóttir og Bergur Elías Ágústsson viku af fundi kl. 17:15.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 32. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. Fyrir nefndinni liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa um málefnið ásamt bréfum frá skólastjóra Öxarfjarðarskóla í október og nóvember 2013,
bréfi frá leikskólakennurum við Öxarfjarðarskóla til skólastjóra dags 29. október 2013 og upplýsingum frá stjórn foreldrafélags Öxarfjarðarskóla frá vori 2012.
Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Fram kom á íbúafundi í Öxarfirði að atvinnulíf á svæðinu kallar eftir dagvistun eða leikskóla á Kópaskeri.
Fyrir liggur að ekki er grundvöllur að svo stöddu til að koma á fót leikskóladeild á Kópaskeri sökum barnfæðar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði upp dagvistun á Kópaskeri til reynslu í eitt ár. Aðstaða verði í skólahúsinu á Kópaskeri, jafnframt verði annarri starfsemi í húsinu hagað með þeim hætti að öryggi barna og starfsmanna verði fullnægt. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ljúka aðgerðaáætlun í samræmi við ákvörðun nefndarinnar og vinna að framgangi málsins í samstarfi við bæjarstjóra. Til máls tóku: Soffía og Gunnlaugur. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til aðgerðaráætlun og fullmótuð tillaga um vistun barna á leikskólaaldri á Kópaskeri liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014

Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Guðrún Margrét Einarsdóttir leikskólakennari mættu á fundinn. Engin viðbrögð hafa borist við auglýsinum eftir dagforeldri á Kópaskeri. Fyrir fundinum liggur tillaga skólastjóra Öxarfjarðarskóla um starfrækslu leikskólasels að loknum skóladegi í skólahúsinu á Kópaskeri. Gert er ráð fyrir að yngri nemendum grunnskóla bjóðist einnig vistun þar. Starfsemin rúmast innan fjárhagsáætlunar Öxarfjarðarskóla. Fræðslu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu, gjaldtaka af grunnskólabörnum verði í samræmi við gjaldskrá frístundaheimilisins Túns á Húsavík. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 16:35.