Fara í efni

Hermann Sigurðsson f.h. landeigenda sækir um leyfi fyrir afmörkun jarðarinnar Brúna innan jarðarinnar Sigurðarstaða

Málsnúmer 201211030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012

Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar Norðurþings fyrir afmörkun jarðarinnar Brúna innan jarðarinnar Sigurðarstaða á Melrakkasléttu. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun 6,645 ha lands umhverfis Brúnir. Jörðin Brúnir hefur ekki áður verið afmörkuð með skýrum hætti, en samkomulag mun vera milli eigenda jarðanna um afmörkunina. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að afmörkun lands Brúna verði samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar Norðurþings fyrir afmörkun jarðarinnar Brúna innan jarðarinnar Sigurðarstaða á Melrakkasléttu.
Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun 6,645 ha lands umhverfis Brúnir.
Jörðin Brúnir hefur ekki áður verið afmörkuð með skýrum hætti, en samkomulag mun vera milli eigenda jarðanna um afmörkunina.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að afmörkun lands Brúna verði samþykkt. Til máls tók: Jón Grímsson Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.