Fara í efni

Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarnefndar

Málsnúmer 201211032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun fyrir bókhaldslið 09 - skipulags- og byggingarmál. Tillagan miðar við fjárhagsramma sem samþykktur var af bæjarráði í október s.l. Fyrir liggur að tekjur embættis skipulags- og byggingarfulltrúa munu skerðast umtalsvert á næsta ári vegna uppsagnar samninga við Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit um rekstur embættisins. Erfitt verður hinsvegar að ná niður tilkostnaði við skipulags- og byggingarmál í ljósi aukinna umsvifa á sviðinu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar stóriðju við Húsavík. Skilgreind fjárveiting mun því vart duga fyrir almennum rekstri deildarinnar og ekki til skipulagsvinnu. Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að veitt verði fé til skipulagsvinnu á næsta ári. Ljúka þarf vinnu við fyrsta áfanga deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Bakka sem hafin er vinna við. Einnig þarf að deiliskipuleggja bæði íbúðar og þjónustusvæði á Húsavík. Því óskar skipulags- og byggingarnefnd þess við bæjarstjórn að fjárhagsrammi 09 verði hækkaður um 5.000.000 kr. svo ekki verði tafir á nauðsynlegri skipulagsvinnu.