Fara í efni

Stracta Konstruktion ehf. sækir um lóð undir hótel

Málsnúmer 201301029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 100. fundur - 16.01.2013

Stracta Konstruktion ehf óskar eftir viðræðum um allt að 8.000 m² lóð undir 100 herbergja hótel og veitingastað á Húsavík. Engin hæfileg lóð er til á skipulagi Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd telur mögulega staðsetningu fyrir umrædda lóð á túnum gegnt sláturhúsi Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut. Breyta þyrfti aðalskipulagi og útbúa deiliskipulag áður en til úthlutunar kæmi. Skipulagsnefndin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um skipulagsvinnu og úthlutun lóðar undir hótel. Skipulags- og byggingarnefnd vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur samningur milli sveitarfélagsins og Stracta Konstruction ehf. vegna skipulagsvinnu sem ráðast þarf í vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótelstarfsemi á Húsavík. Samningur þessi byggir á því að aðilar eru sammála um með hvaða hætti unnið verði að tillögu að deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.