Fara í efni

Ýmis mál frá fræðslu- og menningarfulltrúa til kynningar.

Málsnúmer 201301032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 23. fundur - 17.01.2013

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi samþykkt bæjarráðs sem gerð var 22. mars 2011 varðandi akstur leikskólabarna verði felld úr gildi þar sem akstur skólabarna í sveitarfélaginu er í ákveðnum farvegi. <P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt; mso-list: l0 level2 lfo1" class=MsoNormal><SPAN style="mso-ansi-language: IS; mso-no-proof: yes"><FONT face="Times New Roman"> ”Bæjarráð samþykkir að þeir foreldrar sem þurfa að aka meira en 40 km á dag til að koma börnum á leikskóla fái greiddan styrk sem nemur 30 kr. á km sem aka þarf umfram 40 km á dag. Ekki er greitt fyrir akstur nema sem nemur einni ferð á dag fram og til baka í leikskóla frá hverju heimili, styrkurinn hækkar ekki þó svo foreldrar eigi fleiri en eitt barn í leikskóla. Styrkurinn er afturvirkur til ágúst 2010, miðað við núverandi styrkupphæð. Styrkurinn kemur til útborgunar tvisvar á ári, í júní og desember.“

Bæjarstjórn Norðurþings - 21. fundur - 22.01.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var til afgreiðslu á 23. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi samþykkt sem gerð var 22. mars 2011 varðandi akstur leikskólabarna verði felld úr gildi, þar sem akstur skólabarna í sveitarfélaginu er í ákveðnum farvegi. "Bæjarráð samþykkir að þeir foreldrar sem þurfa að aka meira en 40 km á dag til að koma börnum á leikskóla fái greiddan styrk sem nemur 30 kr. á km sem aka þarf umfram 40 km á dag. Ekki er greitt fyrir akstur nema sem nemur einni ferð á dag fram og til baka í leikskóla frá hverju heimili, styrkurinn hækkar ekki þó svo foreldrar eigi fleiri en eitt barn í leikskóla. Styrkurinn er afturvirkur til ágúst 2010, miðað við núverandi styrkupphæð. Styrkurinn kemur til útborgunar tvisvar á ári, í júní og desember." Tillaga fræðslu- og menningarnefndar um ógildingu samþykktar á þátttöku sveitarfélagsins í skólaakstri leikskólabarna frá 22. mars 2011 samþykkt samhljóða.