Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

21. fundur 22. janúar 2013 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 100

Málsnúmer 1301002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 100. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 4. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Friðrik, Bergur, Jón Grímsson, Soffía, Þráinn og Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

2.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 18

Málsnúmer 1301003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 18. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

3.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 25

Málsnúmer 1301004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 25. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 5. lið fundargerðarinnar: Friðrik, Þráinn, Hjálmar Bogi og Gunnlaugur.Til máls tóku undir 2. lið fundargarðarinnar: Jón Grímsson, Hjálmar Bogi, Gunnlaugur og Þráinn.Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

4.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 23

Málsnúmer 1301005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 23. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Bergur.Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Soffía, Jón Helgi, Hjálmar Bogi, Friðrik, Bergur, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Trausti og Þráinn. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

5.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 100. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Vegagerðin og Vatnajökulsþjóðgarður óska eftir því við sveitarstjórn Norðurþings að "Deiliskipulag Dettifossvegar 862" verði tekið til formlegrar umfjöllunar.
Deiliskipulagstillagan er lögð fram á fimm uppdráttum (A1) og í greinargerð.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings áréttar sína afstöðu um að fyrirhugaður vegur sé mikilvæg samgönguæð og því óásættanlegt að umferðarhraði verði sérstaklega tekinn þar niður.
Því er farið fram á að felld verði út úr greinargerð ítrekuð umfjöllun um leiðir til að draga úr umferðarhraða á aðalveginum.
Meirihlutinn leggur til við bæjarstjórn að tillagan með fyrrgreindri breytingu verði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin telur að allar meginforsendur vegarins liggi fyrir í aðalskipulagi og telur því óþarft að halda almennan kynningarfund um skipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun áætlunina til umfjöllunar á grundvelli 7. gr. laga nr. 105/2006 og skipulagslaga.
Arnþrúður leggur til að skipulagstillagan verði kynnt eins og hún er lögð fram. Til máls tóku: Jón Grímsson og Olga, Jón Grímsson lagði fram eftirfarandi bókun:"Greinargerð skipulagsins hefur verið breytt til samræmis við óskir skipulags- og byggingarnefndar" Tillaga meirihluta skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Ógilding samþykktar um þátttöku sveirfélagsins í skólaakstri leikskólabarna.

Málsnúmer 201301032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var til afgreiðslu á 23. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi samþykkt sem gerð var 22. mars 2011 varðandi akstur leikskólabarna verði felld úr gildi, þar sem akstur skólabarna í sveitarfélaginu er í ákveðnum farvegi. "Bæjarráð samþykkir að þeir foreldrar sem þurfa að aka meira en 40 km á dag til að koma börnum á leikskóla fái greiddan styrk sem nemur 30 kr. á km sem aka þarf umfram 40 km á dag. Ekki er greitt fyrir akstur nema sem nemur einni ferð á dag fram og til baka í leikskóla frá hverju heimili, styrkurinn hækkar ekki þó svo foreldrar eigi fleiri en eitt barn í leikskóla. Styrkurinn er afturvirkur til ágúst 2010, miðað við núverandi styrkupphæð. Styrkurinn kemur til útborgunar tvisvar á ári, í júní og desember." Tillaga fræðslu- og menningarnefndar um ógildingu samþykktar á þátttöku sveitarfélagsins í skólaakstri leikskólabarna frá 22. mars 2011 samþykkt samhljóða.

7.Bæjarráð Norðurþings - 65

Málsnúmer 1301001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 65. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Bergur og Soffía.Til máls tóku undir 11. lið fundargerðarinnar: Soffía, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Friðrik og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Friðrik, Jón Helgi, Soffía, Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:15.