Fara í efni

Stúlknakór Húsavíkur. Umsókn um styrk vegna kórferðar á kóramót til vinabæjarins Fredrikstad í Noregi.

Málsnúmer 201302037

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 24. fundur - 14.02.2013

Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs vegna vinabæjasamskipta við Fredrikstad í Noregi og leggur til að Norðurþing styrki verkefnið. Jafnframt vill nefndin koma á framfæri þakklæti til Hólmfríðar Benediktsdóttur fyrir áratuga óeigingjarnt starf í þágu tónlistar- og menningar í samfélaginu.

Bæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stúlknakór Húsavíkur þar sem óskað er eftir styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar kórsins á kóramót í maí. Kóramótið er haldið í Fredrikstad í Noregi sem er vinabær Húsavíkur. Eirindið hafði áður fengið umfjöllun fræðslu- og menningarnefndar sem vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs þar sem um vinarbæjarsamskipti er um að ræða. Bæjarráð samþykkir að styrkja kórinn um 250.000.- krónur þar sem þessi ferð er hluti af vinarbæjarsamstarfi.