Fara í efni

Erindi frá Norðlenska varðandi lokun sorpbrennslunnar á Húsavík

Málsnúmer 201302074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Norðlenska þar sem þess er óskað að fyrirhuguð lokun fyrir brennslu sorps hjá Sorpbrennslu Þingeyinga verði endurskoðuð. Norðlenska bendir á að brennslan hefur gert fyrirtækinu kleift að losna við svokallaðan áhættudýraúrgang ( flokk 1 og flokk 2 ) í öruggan og samþykktan farveg. Á þetta bæði við um starfsstöð Norðlenska á Húsavík og Akureyri. Vegna mögulegra smitleiða dýrasjúkdóma er t.d. ekki heimilt að senda áhættuflokka í moltu, einnig er ekki ljóst hvort heimilt sé að urða þessa áhættuflokka á urðunarstað Norðurár í Stekkjavík.Það er því ljóst að lokun sorpbrennslunar mun gera fyrirtækinu erfitt fyrir að losa sig við dýraúrgang í áhættuflokki 1 og 2, og kostnaður sem af þessu gæti hlotist verið mikill baggi á fyrirtækinu.Norðlenska vill því koma því á framfæri við sveitarfélagið að reyna í lengstu lög að komast hjá lokun sorpbrennslunar þannig að fyrirtæki á staðnum hafi ásættanlegan farveg fyrir sorp og úrgang. Einnig vill fyrirtækið gjarnan fá að vita hvað sveitarfélagið sér fyrir sér varðandi losun dýraúrgangs frá sláturhúsinu á staðnum þegar/ef verður af lokun sorpbrennslunar. Bæjarráð hefur meðtekið beiðni Norðlenska og vísar því til stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga.