Fara í efni

Markaðsskrifstofa Norðurlands, ósk um endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201312011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 89. fundur - 05.12.2013

Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Markaðstofu Norðurlands, Arnheiður Jóhannsdóttir og Gunnar Jóhannesson en þau fóru yfir og kynntu starfsemi skrifstofunnar. Kynnt voru verkefni, vinnusvæði og áherslur. Markmið og hlutverk er að taka þátt í og móta ímynd Norðurlands sem ferðamannasvæði. Aðstoða hagsmunaaðila, hvetja til nýsköpunar ásamt ráðgjöf og fleira svo eitthvað sé nefnt. Bæjarráð þakkar fulltrúum skrifstofunnar fyrir góða kynningu. Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í verkefnum Markaðstofunnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi á sambærilegum forsendum og gilt hefur til þessa.