Fara í efni

Frá Háskólanum á Akureyri v/verkefnis á Raufarhöfn, íbúðarhúsnæði

Málsnúmer 201312059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Háskólanum á Akureyri en þar kemur fram að Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Byggðastofnun og Háskólinn á Akureyri hafi snúið bökum saman og unnið að því að leita lausna á viðvarandi íbúafækkun á Raufarhöfn. Þótt sú þróun sé áratuga löng og raunar hluti af þéttingu byggðar á landinu almennt, var í ársbyrjun 2012 orðið ljóst að fækkun íbúa Raufarhafnar hafði farið langt fram úr flestum öðrum svæðum landsins og jafn ljóst að við óbreytta þróun yrði ekki unað.Í ljósi þess að aðgengi að íbúðarhúsnæði er ein megin forsenda þess að hægt verði að taka á móti fólki sem gæti haft hug á að flytja til Raufarhafnar, hefur verið ákveðið að kanna stöðu húsnæðismála á staðnum. Skortur á leiguhúsnæði og jafnvel íbúðum til kaups er eitt af því sem virðist vera sammerkt með byggðalögum sem glímt hafa við fækkun íbúa, á sama tíma og misgengi á fasteignaverði og byggingarkostnaði veldur því að fátítt er að lagt sé í nýbyggingar. Erindi þessa bréfs er að leita eftir samstarfi við húseigendur á Raufarhöfn. Á næstu dögum verður hringt í skráða eigendur íbúðarhúsa á staðnum í þeim tilgangi að afla upplýsinga um ástand og nýtingu húsnæðisins.Til að nægileg yfirsýn fáist yfir stöðu mála er mikilvægt að sem allra flestir húseigendur verði tilbúinir til samstarfs og upplýsingagjafar. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar verður svo birt. Bæjarráð þakkar hlutaðeigendum fyrir framtakið. Fjármálastjóra falið að fylgjast með málinu.