Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

105. fundur 08. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Olga Gísladóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalfundur Landskerfa bókasafna 2014

Málsnúmer 201404087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Landkerfis bókasafna hf. sem verður haldinn þriðjudaginn 13. maí n.k. Fundurinn verður fer fram í húsakynum félagsins og hefst hann í Katrínartúni 2 og hefst hann kl. 15:00. Meðfylgjandi er ársreikningur fyrir árið 2013 og samþykktir félagsins. Lagt fram til kynningar.

2.Aðalfundur Markaðsskrifstofu Norðurlands 20. maí 2014

Málsnúmer 201405020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Markaðsskrifstofu Norðurlands sem verður haldinn þriðjudaginn 20. maí n.k. á Hótel KEA á Akureyri kl. 10:00 Lagt fram til kynningar.

3.Aðalfundur Tækifæris hf 2014

Málsnúmer 201404093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Tækifæris hf. sem verður haldinn miðvikudaginn 14. maí að Strandgötu 3 á Akureyri og hefst fundurinn kl. 15:00 Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Gunnlaug Stefánsson til vara.

4.Afrit af bréfi EFS til Ríkiskaupa vegna útboðs á endurskoðun Norðurþings

Málsnúmer 201405016Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur afrit af bréfi frá EFS til Ríkiskaupa vegna útboðs á endurskoðun Norðurþings. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) er með bréfinu að óska eftir frekari skýringum á einstökum atriðum sem fram koma í útboðslýsingu. Einnig er óskað eftir sjónarmiðum Ríkiskaupa varðandi einstök efnisatriði í útboðslýsingu. Friðrik óskar bókað:Mikið er ánægjulegt að sjá að ríkisstofnanir hafi tíma til að skrifast á. Lagt fram til kynningar.

5.Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2014

Málsnúmer 201404097Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Stapa lífeyrissjóð sem fer fram miðvikudaginn 21. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst hann kl. 14:00. Bæjarráð felur Jóni Helga Björnssyni að fara með umboð sveitarfélagsins og Berg Elías Ágústsson til vara.

6.Félagsheimilið Heiðarbær, samningur um endurbætur og viðhald

Málsnúmer 201405021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um viðhald og endurbætur á Heiðarbæ. Fram kemur í samkomulaginu að sveitarfélagið Norðurþing muni leggja andvirði sölu eigna í Hafralækjaskóla til endurbóta í Heiðarbæ. Söluandvirðið er um 18 milljónir króna. Verkefnið mun dreifast á þrjú ár og framlag hvers árs vera um 6 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu er þessum fjármunum eingöngu ætlað til viðhalds og endurbóta. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

7.Frá Háskólanum á Akureyri v/verkefnis á Raufarhöfn, íbúðarhúsnæði

Málsnúmer 201312059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Háskólanum á Akureyri en þar kemur fram að Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Byggðastofnun og Háskólinn á Akureyri hafi snúið bökum saman og unnið að því að leita lausna á viðvarandi íbúafækkun á Raufarhöfn. Þótt sú þróun sé áratuga löng og raunar hluti af þéttingu byggðar á landinu almennt, var í ársbyrjun 2012 orðið ljóst að fækkun íbúa Raufarhafnar hafði farið langt fram úr flestum öðrum svæðum landsins og jafn ljóst að við óbreytta þróun yrði ekki unað.Í ljósi þess að aðgengi að íbúðarhúsnæði er ein megin forsenda þess að hægt verði að taka á móti fólki sem gæti haft hug á að flytja til Raufarhafnar, hefur verið ákveðið að kanna stöðu húsnæðismála á staðnum. Skortur á leiguhúsnæði og jafnvel íbúðum til kaups er eitt af því sem virðist vera sammerkt með byggðalögum sem glímt hafa við fækkun íbúa, á sama tíma og misgengi á fasteignaverði og byggingarkostnaði veldur því að fátítt er að lagt sé í nýbyggingar. Erindi þessa bréfs er að leita eftir samstarfi við húseigendur á Raufarhöfn. Á næstu dögum verður hringt í skráða eigendur íbúðarhúsa á staðnum í þeim tilgangi að afla upplýsinga um ástand og nýtingu húsnæðisins.Til að nægileg yfirsýn fáist yfir stöðu mála er mikilvægt að sem allra flestir húseigendur verði tilbúinir til samstarfs og upplýsingagjafar. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar verður svo birt. Bæjarráð þakkar hlutaðeigendum fyrir framtakið. Fjármálastjóra falið að fylgjast með málinu.

8.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014

Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð aðalfundar og 124. stjórnarfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf 2014

Málsnúmer 201403069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga sem fram fór 2. maí s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Gráni ehf

Málsnúmer 201405019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur Grána ehf. ásamt upplýsingum um starfsemi félagsins. Félagið á og rekur reiðhöllina í landi Saltvíkur. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins um framtíðaráform og rekstrarfyrirkomulag félagsins og leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Hvalamiðstöðin ársreikningur 2013

Málsnúmer 201405017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík SES fyrir árið 2013. Lagt fram til kynningar.

12.Norðurþing - Gott samfélag

Málsnúmer 201405011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur skýrsla starfshóps sem m.a. sitja fulltrúar stjórnslýslu Norðurþings, fulltrúar frá skólum á Húsavík og fulltrúar frá löggæslunni. Hópurinn hittist í tvígang í janúar 2014 á formlegum fundum til að ræða það ástand sem fólk upplifir í samfélaginu. Aðilar eru sammála um að í samfélaginu megi greina ákveðna veikleika og að leita þurfi leiða til að snúa þróun á betri veg. Félagsmálastjóra, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og fræðslu- og menningarfulltrúa var falið að móta tillögu að mögulegum lausnum eða verkefnum. Leitað var samstarfs við Byggaðstofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) um samfélagslegt verkefni sem miðar að því að vinna að þeim þáttum sem nefndir eru hér að framan. Fyrir liggur skýrsla þar sem fram koma tillögur að tveimur verkþáttum (pilot-testing) sem unnt er að vinna að. Bæjarráð telur að verkefnið "Norðurþing - gott samfélag" sé áhugavert en telur rétt að ákvörðun um að hrinda því af stað verði frestað.

13.Skógræktarfélag Íslands, ósk um styrk vegna Yrkjusjóðs

Málsnúmer 201404091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Íslands. Fram kemur í bréfi félagsins að Yrkjusjóður heitir fullu nafni Yrkja - sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Sjóðurinn kaupir og úthlutar trjáplöntur til grunnskólabarna samkvæmt umsóknum skólanna. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með sjóðnum, sem lýtur sérstakri stjórn. Undanfarin ár hafa rúmlega 100 skólar sótt um og fengið úthlutað trjáplöntum. Hingað til hefur verið hægt að verða við öllum umsóknum skólanna og hafa um 8 - 10 þúsund nemendur gróðursett á milli 25 og 30 þúsund trjáplöntur árlega.Nú er svo komið að vegna fjármagnstekjuskatts og hærra verðs á plöntum er farið að þrengja verulega að möguleikum sjóðsins til úthlutunar. Samkvæmt stofnskrá Yrkjusjóðs er óheimilt að ganga á höfuðstól sjóðsins og eru vaxtatekjur einu föstu tekjur hans. Það er eindregin skoðun stjórnar Yrkjusjóðs að ekki megi draga saman framlög til plöntukaupa á þann veg að ekki sé hægt að úthluta öllum sem sækja um. Því er óskað eftir stuðningi nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins að lágmarki 150.000.- krónur til þess að geta haldið áfram þessu mikilvæga starfi Yrkjusjóðs. Í gegnum tíðina hafa skólar í þessum sveitarfélögum fengið úthlutað trjáplöntur í sjóðnum. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.

14.Stefanía Gísladóttir f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar óskar eftir því að Norðurþing sæki um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir

Málsnúmer 201405014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefaníu Gísladóttir, f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið Norðurþing sæki um að taka þátt í verkefninu "Brothættar byggðir" fyrir samfélagið á Kópaskeri og nágrenni en svæðið á undir högg að sækja. Umsóknafrestur er til 15. maí n.k. og þarf sveitarfélag, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélag að standa að umsókn sameiginlega og í samstarfi við íbúasamtök. Framfarafélag Öxarfjarðar er tilbúið í þá vinnu. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og aðra aðila. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

15.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, 488. mál til umsagnar

Málsnúmer 201404078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, 488. mál. Lagt fram til kynningar.

16.Svar frá eiganda Barms ehf. vegna fyrirspurnar frá Norðurþingi

Málsnúmer 201404086Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur svar við erindi sem fjármálastjóri sveitarfélagsins sendi á Barm ehf., vegna fyrirspurnar um eigandaskipti fiskiskips. Fram kemur í svari eiganda að skip hafi ekki verið selt. Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 495. mál til umsagnar

Málsnúmer 201404079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016 - 495. mál. Bæjarráð Norðurþings leggur áherslu á að Húsavíkurflugvöllur í Aðaldal verði hluti af grunnneti samgönguáætlunar og að búnaður vallarins fullnægi öryggiskröfum.

18.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 512. mál til umsagnar

Málsnúmer 201404080Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði ofl.) 512. mál. Lagt fram til kynningar.

19.815. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201404077Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 815. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.