Fara í efni

Skógræktarfélag Íslands, ósk um styrk vegna Yrkjusjóðs

Málsnúmer 201404091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Íslands. Fram kemur í bréfi félagsins að Yrkjusjóður heitir fullu nafni Yrkja - sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Sjóðurinn kaupir og úthlutar trjáplöntur til grunnskólabarna samkvæmt umsóknum skólanna. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með sjóðnum, sem lýtur sérstakri stjórn. Undanfarin ár hafa rúmlega 100 skólar sótt um og fengið úthlutað trjáplöntum. Hingað til hefur verið hægt að verða við öllum umsóknum skólanna og hafa um 8 - 10 þúsund nemendur gróðursett á milli 25 og 30 þúsund trjáplöntur árlega.Nú er svo komið að vegna fjármagnstekjuskatts og hærra verðs á plöntum er farið að þrengja verulega að möguleikum sjóðsins til úthlutunar. Samkvæmt stofnskrá Yrkjusjóðs er óheimilt að ganga á höfuðstól sjóðsins og eru vaxtatekjur einu föstu tekjur hans. Það er eindregin skoðun stjórnar Yrkjusjóðs að ekki megi draga saman framlög til plöntukaupa á þann veg að ekki sé hægt að úthluta öllum sem sækja um. Því er óskað eftir stuðningi nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins að lágmarki 150.000.- krónur til þess að geta haldið áfram þessu mikilvæga starfi Yrkjusjóðs. Í gegnum tíðina hafa skólar í þessum sveitarfélögum fengið úthlutað trjáplöntur í sjóðnum. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.