Fara í efni

Stefanía Gísladóttir f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar óskar eftir því að Norðurþing sæki um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir

Málsnúmer 201405014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefaníu Gísladóttir, f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið Norðurþing sæki um að taka þátt í verkefninu "Brothættar byggðir" fyrir samfélagið á Kópaskeri og nágrenni en svæðið á undir högg að sækja. Umsóknafrestur er til 15. maí n.k. og þarf sveitarfélag, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélag að standa að umsókn sameiginlega og í samstarfi við íbúasamtök. Framfarafélag Öxarfjarðar er tilbúið í þá vinnu. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og aðra aðila. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.