Fara í efni

Hafnasamband Íslands, ósk um umsögn um tillögur að breyttum reglum um skráningu og vigtun sjávarafla

Málsnúmer 201312091

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014

Í bréfi Hafnasambandsins segir að um nokkra hríð hafi verið til athugunar að gera tillögur um breytingar á gildandi reglum um vigtun og skráningu sjávarafla í þeim tilgangi að tryggja betur en nú er að vigtarupplýsingar séu áreiðanlegar og að eftirlit með framkvæmd vigtunar sé gegnsætt og auðhægt. Einnig segir að tveir kostir séu fyrir hendi. Annars vegar að herða reglur um skráningu vigtarupplýsinga (kostur A) og hinsvegar (kostur B) sá að í stað þess að herða eftirlit og reglur, eins og segir í kosti A, verði vigtun lokið á hafnarvog, fast hlutfall dregið af vegna íss í afla auk þess sem útileguskipum verði heimilt að vigta um borð. Óskað er eftir að skriflegar athugasemdir og ábendingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 13. janúar. Framkvæmda- og hafnanefnd telur ekki ástæðu til að veita umsögn um málið enda umsagnarfrestur liðinn.