Fara í efni

Erindi frá GPG seafood varðandi löndunarhúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201312094

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014

GPG Seafood óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um nýtingu á svokölluðu Löndunarhúsi á Raufarhöfn vegna þátttöku í verkefninu "Nýting á slógi til áburðar" sem styrkt er af vaxtarsamningi norðausturlands. Vegna verkefnis, og þess sem af því getur leitt, þarf húsnæði. Framkvæmda- og hafnanefnd bendir á að eignin er í útleigu, er til sölu og var auglýst fyrir skemmstu.