Fara í efni

SHÄR dans- og kvikmyndaverkefni

Málsnúmer 201401141

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.03.2014

Dans- og kvikmyndaverkefnið SHÄR er samstarfsverkefni ungra listamanna frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi. Hugmynd verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi. Fyrirhugaðar eru vinnusmiðjur á Húsavík í lok maí. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Ungmennahúsið Tún leggur verkefninu til aðstöðu fyrir vinnustofur og sýningahald auk gistiaðstöðu fyrir listamennina. Sótt er um styrk að upphæð kr. 245.000. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu enda nýtur verkefnið þegar umtalsverðrar fyrirgreiðslu frá sveitarfélaginu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28. fundur - 18.03.2014

Kynning á verkefninu Shär. Shär er dans og kvikmynda verkefni í framkvæmd ungra listamanna frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi. Markmið verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi. Auka vitund og skilning á dansi. Raven Dance dansflokkurinn stefnir á það að vera á Húsavík í lok maí 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd lýsir sig reiðubúna til að styrkja verkefnið með afnotum af húsnæði og gistingu.