Fara í efni

Tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningar

Málsnúmer 201401146

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 93. fundur - 30.01.2014

Fyrir bæjarráði liggur, frá Innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dreifibréf sem sent er á öll sveitarfélög í landinu og ber heitið "Tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningu"Fram kemur m.a. í bréfinu að í 10. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um samráð sveitarstjórna við íbúa. Er þar meðal annars kveðið á um að sveitarstjórn geti ákveðið að halda sérstakar íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélagsins, sbr. 107. gr. og 2. mgr. 108. gr. laganna. Slík atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir nema hún ákveði að niðurstaðan bindi hendur hennar til loka kjörtímabilsins.Samkvæmt sérstöku bráðabirgðaákvæði við sveitarstjórnarlögin getur sveitarstjórn óskað eftir því við ráðherra að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og tilgangur ákvæðisins að styðja við framkvæmd rafræns lýðræðis í sveitarfélögum. Nánar er kveðið á um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag slíkra rafrænna íbúakosninga í reglurgerð nr. 467/2013, með síðari breytingum. Kemur þar m.a. fram að Þjóðskrá Íslands skuli halda utan um kosningakerfið sem notað er við framkvæmd rafrænna íbúakosninga. Verkefni um rafrænar íbúakosningar hefur verið í undirbúningi í allnokkurn tíma.Þjóðskrá Íslands hefur nú samið við spænska fyrirtækið Scytl um aðlögun og afnot af kosningakerfi fyrirtækisins við framkvæmd tvennra rafrænna íbúakosninga í tilraunaskyni hér á landi, en kerfi Scytl þykir í fremstu röð á heimsvísu og hefur m.a. verið notað í Noregi við sveitarstjórnarkosningar árið 2011 og þingkosningar haustið 2013.Fyrir dyrum stendur nú að velja þær tvennar íbúakosningar sem framkvæmdar verða í tilraunaskyni með rafrænum hætti á grundvelli framangreinds samnings. Sveitarfélög sem hyggjast halda íbúakosningar á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga eru hvött til þess að kynna sér verkefnið og gefa sig fram við Þjóðskrá Íslands, hafi þau áhuga á þátttöku. Lagt fram til kynningar.