Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

93. fundur 30. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fulltrúar frá Lögheimtunni ehf. mæta á fund bæjarráðs og kynna starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 201401110Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Lögheimtunnar ehf., Pacta lögfræðiráðgjöf og Motus, þau Ólafur Rúnar Ólafsson, Ásgeir Örn Blöndal og Anna María Ingþórsdóttir fóru yfir starfsemi félaganna og kynntu nýja starfsstöð á Húsavík en Lögheimtan ehf. hyggst hafa reglulega viðveru á Húsavík.Farið var yfir stöðu innheimtumála en um 96% greiðenda sveitarfélagsins greiða áður en að eindaga kemur sem er yfir landsmeðaltali. Bæjarráð þakkar fulltrúum fyrirtækjanna fyrir góða kynningu.

2.Fulltrúar Samkaupa koma á fund bæjarráðs

Málsnúmer 201401143Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Samkaupa, Gunnar Egill Sigurðsson og fór yfir og kynnti framtíðarsýn og áform félagsins. Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir góða kynningu.

3.Norðurhjari, kynning á starfsemi klasans

Málsnúmer 201401138Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Gunnar Jóhannesson fulltrúi Norðurhjara sem er ferðaþjónustuklasi stofnað árið 2009. Um 30 fyrirtæki starfa innan vébanda klasans. Gunnar fór yfir og kynnti starfsemi, markmið og tilgang klasans. Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir góða kynningu.

4.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 249. mál til umsagnar

Málsnúmer 201401090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsangar, frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frumvarp til laga um útlendinga (EES - reglur og kærunefnd ) - 249. mál. Erindið lagt fram til kynningar.

5.Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni, umsókn um styrk

Málsnúmer 201401115Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni. Félagið óskar eftir fjárstyrk að upphæð 300.000.- krónur þar sem félagsmönnum hafi fjölgað töluvert á undanförnum árum en skráðir félagar eru 227. Bæjarráð hefur afgreitt fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2014 en þar er gert ráð fyrir 150.000.- króna framlagi til Félags eldri borgara á Húsavík.

6.Félag eldriborgara á Raufarhöfn óskar eftir húsnæði til afnota

Málsnúmer 201401081Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en nýstofnað félag eldri borgara á Raufarhöfn óskaði eftir afnotum á húsnæði sveitarfélagsins að Ásgötu 1 (Breiðablik) á Raufarhöfn undir starfsemi sína. Bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara um málefnið. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri hefur hitt fulltrúa FER (félag eldri borgara á Raufarhöfn) og farið yfir málefnið. Félagsmenn hafa mikinn áhuga á að fá afnot af húsinu að Ásgötu 1 og telja að það geti hentað vel undir þá starfsemi sem fyrirhuguð er innan félagsmanna en það er m.a. að mála, smíða og vinna að ýmiskonar hannyrðum. Rætt var um aðra möguleika og þar á meðal að fá aðstöðu í grunnskólanum en félagsmenn voru búnir að taka þá umræðu og er niðurstaðan sú að miðað við starfsemi félagsins er það talið óhentugt. Innan félagsmanna er að finna iðnaðarmenn og handverksfólk sem hefur áhuga á að dytta að húsnæðinu að Ásgötu 1 og því óskar félagið eftir að fá húsnæðið endurgjaldslaust til notkunar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014

Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar, 119. fundur stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Halldór F. Júlíusson, umsókn um styrk

Málsnúmer 201401145Vakta málsnúmer




Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Halldóri F. Júlíussyni þar sem óskað er eftir styrkveitingu til að sinna sjálfboðaliðsstarfi í Víetnam. Fyrirhuguð ferð felur í sér sjúkraþjálfun á munaðarleysingjaheimili og í barnaþorpi Hanoi. Mikill skortur er á sjúkraþjálfurum og almennri hjálp í landinu. Sjálfboðaliðar greiða allan kostnað við ferðir sínar. Óskað er eftir allt að 50 þúsund króna styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni.

9.Sorpsamlag Þingeyinga, mat á leiðum og kostnaði við sorphirðu

Málsnúmer 201401124Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar, skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um mat á leiðum og kostnaði við sorphirðu, greiðsluáætlu vegna lána 2014 - 2023 og minnisblað um sorphirðu og kostnaðaráætlun. Hafsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga mætti á fund bæjarráðs og fór yfir skýrslurnar. Lagt fram til kynningar.

10.Stjórn Félagsheimilisins Heiðarbæjar óskar eftir viðræðum um viðhald eigna

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá stjórn Félagsheimilis Heiðarbæjar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um samning vegna viðhaldsverkefna á fasteignum félagsheimilisins. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma á viðræðum við stjórn Félagsheimilis Heiðarbæjar. Gunnlaugur Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

11.Stuðningur Rauða krossins við Geðræktarmiðstöðina Setrið

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarráði liggur bréf frá formanni Rauðakrossins í Þingeyjarsýslu, Halldóri Valimarssyni, þar sem tilkynnt er um fjárstuðning að upphæð 1. mkr., á árinu 2014 til Setursins. Þau tilmæli fylgja með að fjármunum þessum verði varið til faglegra verkefna með notendum Setursins.

Bæjarráð þakkar fyrir þann stuðning sem félagið leggur málaflokknum.

12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar fyrir Félaginn, bar á Raufarhöfn

Málsnúmer 201401116Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna breytinga á leyfishafa til reksturs á Félagsheimilinu Hnitbjörg / Félaginn bar á Raufarhöfn. Árni Sigurðsson og Sara Stefánsdóttir eru hætt með staðinn og sækja þau Ingibjörg H. Stefánsdóttir og Gunnar Páll Baldursson, Vogsholti 13, 675 Raufarhöfn um að fá að ganga inn í leyfið sem gildir til 20.12.2016. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

13.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna veitingar tækifærisleyfis fyrir þorrablót á Kópaskeri

Málsnúmer 201401148Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna umsóknar Sigurðar Tryggvasonar, Víðilundi, 675 Kópaskeri f.h. þorrablótsnefndar um tækifærisleyfi vegna skemmtanahalds og tímabundið áfengisleyfi í Íþróttahúsinu á Kópaskeri, laugardaginn 22. febrúar n.k. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

14.Tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningar

Málsnúmer 201401146Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur, frá Innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dreifibréf sem sent er á öll sveitarfélög í landinu og ber heitið "Tilraunaverkefni um rafræna íbúakosningu"Fram kemur m.a. í bréfinu að í 10. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um samráð sveitarstjórna við íbúa. Er þar meðal annars kveðið á um að sveitarstjórn geti ákveðið að halda sérstakar íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélagsins, sbr. 107. gr. og 2. mgr. 108. gr. laganna. Slík atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir nema hún ákveði að niðurstaðan bindi hendur hennar til loka kjörtímabilsins.Samkvæmt sérstöku bráðabirgðaákvæði við sveitarstjórnarlögin getur sveitarstjórn óskað eftir því við ráðherra að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og tilgangur ákvæðisins að styðja við framkvæmd rafræns lýðræðis í sveitarfélögum. Nánar er kveðið á um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag slíkra rafrænna íbúakosninga í reglurgerð nr. 467/2013, með síðari breytingum. Kemur þar m.a. fram að Þjóðskrá Íslands skuli halda utan um kosningakerfið sem notað er við framkvæmd rafrænna íbúakosninga. Verkefni um rafrænar íbúakosningar hefur verið í undirbúningi í allnokkurn tíma.Þjóðskrá Íslands hefur nú samið við spænska fyrirtækið Scytl um aðlögun og afnot af kosningakerfi fyrirtækisins við framkvæmd tvennra rafrænna íbúakosninga í tilraunaskyni hér á landi, en kerfi Scytl þykir í fremstu röð á heimsvísu og hefur m.a. verið notað í Noregi við sveitarstjórnarkosningar árið 2011 og þingkosningar haustið 2013.Fyrir dyrum stendur nú að velja þær tvennar íbúakosningar sem framkvæmdar verða í tilraunaskyni með rafrænum hætti á grundvelli framangreinds samnings. Sveitarfélög sem hyggjast halda íbúakosningar á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga eru hvött til þess að kynna sér verkefnið og gefa sig fram við Þjóðskrá Íslands, hafi þau áhuga á þátttöku. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.