Fara í efni

Endurskoðun samstarfssamnings um almannavarnir

Málsnúmer 201402002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 94. fundur - 06.02.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðrik Jónssyni , framkvæmdastjóra og Svavari Pálssyni, Sýslumanni á Húsavík, fyrir hönd Almannavarna Þingeyinga um endurskoðun á samstarfssamningi um almannavarnir í Þingeyjarsýslum. Fram kemur í erindinu að á fundi almannavarnanefndar þann 11. desember s.l. var fjallað um endurskoðun á samstarfssamningi sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslu um almannavarnir en gildandi samstarfssamningur er frá árinu 1999. Auk umtalsverðra breytinga á skipan sveitarfélaga á svæðinu breyttu ákvæði nýrra laga um almannavarnir nr. 82/2008 hlutverki almannavarnanefndar umtalsvert.Helsta breytingin er fólgin í breyttu hlutverki nefndarinnar sem stjórnsýslunefndar þar sem skipulag og stefnumótun almannavarnamálefna er í fyrirrúmi í stað aðgerðarstjórnunarhlutverks, sem nú tilheyrir sérstakri aðgerðarstjórn.Í fundargerð almannavarnanefndar kemur fram að ekki eigi öll sveitarfélög fulltrúa í nefndinni og í ljósi breytinga á lögum væri betra að hvert sveitarfélag ætti fulltrúa. Endurnýja þarf samning um almannavarnir í Þingeyjarsýslum en hann hefur verið óbreyttur frá upphafi. Nokkur umræða var um málið. Í 9.r. núgildandi almannavarnarlaga kemur fram: "Í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem sveitarstjórn skipar og ákveður sveitarstjórnin fjölda nefndarmanna. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara....Sveitarstjórnum er heimilt að vinna saman að gerð viðbragðsáætlunar, semja um gagnkvæma aðstoð eða koma á fót sameiginlegri almannavarnanefnd." Þess er hér með óskað að sveitarfélagið taki erindið til afgreiðslu. Jafnframt að tilnefndur verði fulltrúi sveitarfélagsins í nefnd af hálfu sveitarfélaganna um endurskoðun samstarfssamnings innan 30 daga sé þess kostur. Bæjarráð tekur jákvætt í endurnýjun á samstarfssamningi og felur Guðbjarti E. Jónssyni að vera fulltrúi sveitarfélagsins í nefnd um endurskoðun samningsins.