Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

94. fundur 06. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.812. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201402025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 812. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun samstarfssamnings um almannavarnir

Málsnúmer 201402002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Friðrik Jónssyni , framkvæmdastjóra og Svavari Pálssyni, Sýslumanni á Húsavík, fyrir hönd Almannavarna Þingeyinga um endurskoðun á samstarfssamningi um almannavarnir í Þingeyjarsýslum. Fram kemur í erindinu að á fundi almannavarnanefndar þann 11. desember s.l. var fjallað um endurskoðun á samstarfssamningi sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslu um almannavarnir en gildandi samstarfssamningur er frá árinu 1999. Auk umtalsverðra breytinga á skipan sveitarfélaga á svæðinu breyttu ákvæði nýrra laga um almannavarnir nr. 82/2008 hlutverki almannavarnanefndar umtalsvert.Helsta breytingin er fólgin í breyttu hlutverki nefndarinnar sem stjórnsýslunefndar þar sem skipulag og stefnumótun almannavarnamálefna er í fyrirrúmi í stað aðgerðarstjórnunarhlutverks, sem nú tilheyrir sérstakri aðgerðarstjórn.Í fundargerð almannavarnanefndar kemur fram að ekki eigi öll sveitarfélög fulltrúa í nefndinni og í ljósi breytinga á lögum væri betra að hvert sveitarfélag ætti fulltrúa. Endurnýja þarf samning um almannavarnir í Þingeyjarsýslum en hann hefur verið óbreyttur frá upphafi. Nokkur umræða var um málið. Í 9.r. núgildandi almannavarnarlaga kemur fram: "Í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem sveitarstjórn skipar og ákveður sveitarstjórnin fjölda nefndarmanna. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara....Sveitarstjórnum er heimilt að vinna saman að gerð viðbragðsáætlunar, semja um gagnkvæma aðstoð eða koma á fót sameiginlegri almannavarnanefnd." Þess er hér með óskað að sveitarfélagið taki erindið til afgreiðslu. Jafnframt að tilnefndur verði fulltrúi sveitarfélagsins í nefnd af hálfu sveitarfélaganna um endurskoðun samstarfssamnings innan 30 daga sé þess kostur. Bæjarráð tekur jákvætt í endurnýjun á samstarfssamningi og felur Guðbjarti E. Jónssyni að vera fulltrúi sveitarfélagsins í nefnd um endurskoðun samningsins.

3.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer




Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 250. fundar stjórnar Eyþings og 1. fundur fulltrúaráðs Eyþings.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Málþing "þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár"

Málsnúmer 201305014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna málþings "Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd".
<SPAN lang=DA style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; mso-ansi-language: DA">Í samstarfi við Umhverfis og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunnarfélaga Þingeyinga, Ferðamálastofu og Norðurþing stefnir svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs að halda Málþing undir yfirskriftinni <SPAN lang=DA style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif""> <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"">”Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár, vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd“ þann 3. apríl n.k. á Húsavík. Tilefnið er það að 2013 voru liðin 40 ár frá stofnun þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Markmið málþingsins er að skapa umræðu um þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í þjóðgarðinum og starfsemi hans.
<SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"">Áætlaður Kostnaður við málþingið er um 615 þúsund kr. Reiknað er með því að Vatnajökulsþjóðgarður, Ferðamálastofa og umhverfisráðuneytið styrki ráðstefnuna auk Norðurþings. Bæjarráð samþykkir að leggja 100 þúsund krónur til vegna málþingsins.

5.Samstæða Norðurþings viðhald og fjárfestingar yfirlit

Málsnúmer 201402023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar og umræðu framkvæmda- og viðhaldsverkefni ársins 2014. Bæjarstjóri fór yfir fjárfestingar tengdum iðnaðaruppbyggingu á Bakka ásamt viðhaldsþörf á eignum sveitarfélagsins. Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar framkvæmda- og hafnanefnd mæti á næsta fund bæjarráðs.

6.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erlingi B. Thoroddssen

Málsnúmer 201402003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sýslumanninum á Húsavík, vegna umsóknar Erlings B. Thoroddsen um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga fyrir Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2, 675 Raufarhöfn. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

7.Erindi til hluthafa Seljalax hf.

Málsnúmer 201402001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Seljalax hf. þar sem smæstu hluthöfum í Seljalaxi hf. er boðið að selja hlut sinn á tvöföldu verði. Stjórn félagsins hefur ákveðið að bjóða 30 minnstu hluthöfum, sem eiga samtals hluti að nafnverði kr. 35.600.- að kaupa af þeim hluti þeirra á tvöföldu nafnverði eða alls kr. 71.200.- Stefnt er að því að selja þetta hlutafé þeim hluthöfum sem vilja á sama verði og einnig hlutafé í eigu félagsins sjálfs að nafnverði kr. 600.000.- sem einnig verður þá selt á tvöföldu nafnverði.Að uppfylltum áskriftum telur stjórn félagsins sér heimilt að selja hverjum sem er það sem óselt kann að verða þegar áskrift er fullnægt. Jafnframt er frestur til áskriftar eða að tilkynna sölu til 1. mars 2014. Bæjarráð mun ekki nýta sér rétt til að auka hlutafé sitt í félaginu og fellur því frá áskrift.

8.Húsavík, umfjöllun um stöðu biðlista frá færni- og heilsumatsnefnd Norðurlands

Málsnúmer 201401066Vakta málsnúmer

Minnisblað um stöðu biðlista vegna hjúkrunar- og dvalarrýma á Hvammi lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.