Fara í efni

Málþing "þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár"

Málsnúmer 201305014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 73. fundur - 08.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hjörleifi Finnsyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs, um málþing sem fyrirhugað er að halda 25. október n.k. í tilefni af því að í ár eru liðin 40 ár frá stofnun þjóðgarðsins. Vinnuheiti málþingsins er " Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár, vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd". Vegna málþingsins er leitað eftir samstarfsaðilum og er bæjarfélagið Norðuþing eitt af þeim.Þátttakan felur í sér að sveitarfélagið kemur að undirbúningi með beinni þátttöku m.a. með fjárframlagi komi til þess. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra, að ræða við bréfritara um umfang og aðkomu sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 94. fundur - 06.02.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna málþings "Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd".
<SPAN lang=DA style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; mso-ansi-language: DA">Í samstarfi við Umhverfis og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunnarfélaga Þingeyinga, Ferðamálastofu og Norðurþing stefnir svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs að halda Málþing undir yfirskriftinni <SPAN lang=DA style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif""> <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"">”Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár, vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd“ þann 3. apríl n.k. á Húsavík. Tilefnið er það að 2013 voru liðin 40 ár frá stofnun þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Markmið málþingsins er að skapa umræðu um þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í þjóðgarðinum og starfsemi hans.
<SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"">Áætlaður Kostnaður við málþingið er um 615 þúsund kr. Reiknað er með því að Vatnajökulsþjóðgarður, Ferðamálastofa og umhverfisráðuneytið styrki ráðstefnuna auk Norðurþings. Bæjarráð samþykkir að leggja 100 þúsund krónur til vegna málþingsins.