Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

73. fundur 08. maí 2013 kl. 17:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.805. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201304090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Atvinnuþróunarfél Þingeyinga hf-Aðalfundarboð 7. mai 2013/Ársreikningar 2012

Málsnúmer 201304078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. fyrir starfsárið 2012 sem fer fram í sal Stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Bæjarráð felur Hjálmari Boga Hafliðasyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

3.Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012

Málsnúmer 201304050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, ársreikningar Norðurþings fyrir rekstararárið 2012. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2012 verði tekni til afgreiðslu við síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer 13. maí n.k.

4.Erindi frá Andra Rúnarssyni og Dönu Ruth Hansen.

Málsnúmer 201303011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Andra Rúnarssyni og Dönu Ruth Hansen. Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara vegna endurupptöku málsins. Gunnlaugur vék af fundi undir þessum lið.

5.Forsætisráðuneyti, fundur á Húsavík þann 16. maí 2013

Málsnúmer 201305013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð forsætisráðuneytisins sem hyggst halda fund fimmtudaginn 16. maí á Húsavík. Efni fundarins eru málefni þjóðlendna og er hann nú haldinn öðru sinni, en fundur um sama efni var haldinn í maí 2012. Einkum er ætlunin að fjalla um stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá ásamt stofnun lóða innan þeirra auk annarra þeirra málefna sem tengjast þjóðlendum og sveitarstjórnarmenn kunna að vilja bera upp á fundinum. Þá er ætlunin að kynna drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna og drög að starfsreglum fyrir samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna. Fundarboðin lögð fram til kynningar.

6.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer




Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 112. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. og aðalfundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf. Báðir fundirnir fóru fram 30. apríl s.l.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201301036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 33. fundar stjórnar DA sf. ásamt fylgiskýrslum. Fundurinn fór fram 29. apríl s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 238., 239., 240. og 241. fundar stjórnar Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 152. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem fram fór 24. apríl s.l. Fundargerðinni fylgir ársreikningur ársins 2012. Fundargerðin og ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

10.Málþing "þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár"

Málsnúmer 201305014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hjörleifi Finnsyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs, um málþing sem fyrirhugað er að halda 25. október n.k. í tilefni af því að í ár eru liðin 40 ár frá stofnun þjóðgarðsins. Vinnuheiti málþingsins er " Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár, vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd". Vegna málþingsins er leitað eftir samstarfsaðilum og er bæjarfélagið Norðuþing eitt af þeim.Þátttakan felur í sér að sveitarfélagið kemur að undirbúningi með beinni þátttöku m.a. með fjárframlagi komi til þess. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra, að ræða við bréfritara um umfang og aðkomu sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

11.Sjóvá, tilboð í vátryggingar

Málsnúmer 201305004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Valgeiri Páli Guðmundssyni, f.h. Sjóvá á Húsavík þar sem tryggingarfélagið kynnir þjónustu sína og vátryggingalausnir. Tryggingarfélagið Sjóvá óskar eftir formlegri umfjöllun um þjónustu og vátryggingalausnir félagsins þannig að tími vinnist til að útbúa gögn fyrir útboð eða verðkönnun. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og þann áhuga sem sýndur er en vill þó koma á framfæri að sveitarfélagið er með samning um tryggingar sínar og mun taka ákvörðun á næstu vikum um framvindu þeirra mála.

12.Stapi lífeyrissjóður- Ársfundur 16. mai 2013

Málsnúmer 201304079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Lífeyrissjóðsins Stapa sem fram fer fimmtudaginn 16. maí n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst hann kl. 14:00 Lagt fram til kynningar.

13.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Karli Sveinssyni f.h. Fiskverkunar Kalla Sveins

Málsnúmer 201305005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Karli Sveinssyni f.h. Fiskverkunar Kalla Sveins, vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Aðalbaut 16a á Raufarhöfn. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

14.Sameining Lífeyrissjóða - LSH/LSS

Málsnúmer 201305031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi til afgreiðslu frá stjórn LsH um sameiningu lífeyrissjóða.Fyrir liggur erindi til bæjarstjórnar Norðurþings ásamt samningi um sameiningu Lífeyrissjóð starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning um sameiningu LsH og Lss.

Fundi slitið - kl. 18:00.