Fara í efni

Uppbygging og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal

Málsnúmer 201403012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 97. fundur - 06.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Agnesi Brá Birgisdóttir þjóðgarðsverði á Austursvæði f.h. Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Eridindið felur í sér ósk um aðkomu að uppbyggingu og reksturs upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal. Fram kemur í bréfinu m.a. að í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er gert ráð fyrir uppbyggingu upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal á Fjöllum í samstarfi við ferðaþjónustuaðila. Jafnfram segir í áætluninni að ein af aðalaðkomuleiðum að þjóðgarðinu sé frá Möðrudal.Á síðasta ári var samþykkt umtalsverð stækkun á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þegar Krepputunga var friðlýst. Svæðið er 678 ferkílómetrar og liggur á milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Innan þess eru m.a. Kverkfjallarani, Hvannalindir og Kreppusporður. Þetta svæði liggur næst Möðrudal og eru aðeins tæpir 40 km frá Möðrudal og inn að þjóðgarðsmörkum í Krepputungu.Möðrudalur hefur vaxið gríðarlega sem viðkomustaður ferðamanna síðasta áratuginn. Mikilvægi staðarins til upplýsingagjafar til ferðamanna er því augljós. Ekki einvörðungu hvað varðar þjóðgarðinn heldur ekki síður fyrir svæðin austan og norðan við þessa hálendisvin.Með þessu bréfi er óskað eftir afstöðu sveitarfélaganna til aðkomu að upplýsingamiðstöð í Möðrudal. Ef til þess kæmi yrði gerður samningur til nokkurra ára milli Vatnajökulsþjóðgarðs, sveitarfélaganna og Fjalladýrðar ehf. um upplýsingamiðstöðina að undangegnum fundum þessara aðila. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.