Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

97. fundur 06. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201403015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð liggur erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Fram kemur í erindinu að stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Aðalfundur félagsins verður haldinn 27. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. Kjörnefnd mun taka við og fara yfir framboð til stjórnar og varastjórnar og gera tillögu til aðalfundar.Um framboð og kjör til stjórnar gilda hlutafélagalög nr. 2/1995, og lög um fjármálafyrirtæki 161/2002. Rétt er að benda sérstaklega á eftirfarandi ákvæði: 1. Framboðum þarf að skila með 5 daga fyrirvara skv. 63 . gr. hlutafélagalaga.2. Stjórnarmenn þurfa að hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi skv. 52. gr. laga um fjármálafyrirtæki.3. Stjórnarmönnum er ekki heimilt að vera í stjórn fleiri en eins eftirlitsskylds aðila. Framboðum skal skilað í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 21. mars n.k. til Erlings Ásgeirssonar formanns nefndarinnar. Framboðum þurfa að fylgja upplýsingar svo kjörnefnd geti tekið afstöðu til hæfis frambjóðenda.Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að þeim gefist tími til að skila inn framboðum. Lagt fram til kynningar.

2.Framfarafélag Öxarfjarðar óskar eftir að sveitarfélagið Norðurþing leggi til hlutafé vegna fasteignar undir verslun

Málsnúmer 201403016Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Norðurþing leggi til hlutafé vegna kaupa og rekstur fasteignar sem hýst hefur verslunina á Kópaskeri. Markmið félagsins er að tryggja áframhaldandi rekstur dagvöruverslunar á Kópaskeri. Óskað er eftir því að Norðurþing leggi til 800.000.- í hlutafjárframlag. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um hlutafjárframlag að upphæð 800.000.- krónur.

3.Stefanía Gísladóttir f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar sendir inn fyrirspurn vegna orkukostnaðar í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201403017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefaníu Gísladóttir, f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar vegna orkukostnaðar í Norðurþingi. Fram kemur í erindinu að stjórn Framfarafélags Öxarfjarðar var falið að leggja fram fyrirspurn til bæjarstjórnar Norðurþings um það hvort vilji væri til að jafna orkukostnað íbúa í bæjarfélaginu. Samkvæmt meðfylgjandi upplýsingum Byggðastofnunar er orkukostnaður húsnæðis á Húsavík um 75.496.- krónur á ári en á Kópaskeri er orkukostnaður við nokkuð sambærilegt húsnæði (117,4 fm) um 201.882.- krónur á ári.Stjórn Framfarafélags Öxarfjarðar óskar eftir því að bæjarstjórn Norðurþings skoði meðfylgjandi gögn út frá jafnræði íbúa í bæjarfélaginu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greinargerð og senda Framfarafélagi Öxarfjarðar.

4.Uppbygging og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal

Málsnúmer 201403012Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Agnesi Brá Birgisdóttir þjóðgarðsverði á Austursvæði f.h. Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Eridindið felur í sér ósk um aðkomu að uppbyggingu og reksturs upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal. Fram kemur í bréfinu m.a. að í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er gert ráð fyrir uppbyggingu upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal á Fjöllum í samstarfi við ferðaþjónustuaðila. Jafnfram segir í áætluninni að ein af aðalaðkomuleiðum að þjóðgarðinu sé frá Möðrudal.Á síðasta ári var samþykkt umtalsverð stækkun á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þegar Krepputunga var friðlýst. Svæðið er 678 ferkílómetrar og liggur á milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Innan þess eru m.a. Kverkfjallarani, Hvannalindir og Kreppusporður. Þetta svæði liggur næst Möðrudal og eru aðeins tæpir 40 km frá Möðrudal og inn að þjóðgarðsmörkum í Krepputungu.Möðrudalur hefur vaxið gríðarlega sem viðkomustaður ferðamanna síðasta áratuginn. Mikilvægi staðarins til upplýsingagjafar til ferðamanna er því augljós. Ekki einvörðungu hvað varðar þjóðgarðinn heldur ekki síður fyrir svæðin austan og norðan við þessa hálendisvin.Með þessu bréfi er óskað eftir afstöðu sveitarfélaganna til aðkomu að upplýsingamiðstöð í Möðrudal. Ef til þess kæmi yrði gerður samningur til nokkurra ára milli Vatnajökulsþjóðgarðs, sveitarfélaganna og Fjalladýrðar ehf. um upplýsingamiðstöðina að undangegnum fundum þessara aðila. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

5.Samstæða Norðurþings viðhald og fjárfestingar yfirlit

Málsnúmer 201402023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar viðhalds- og fjárfestingayfirlit ásamt eignalista. Lagt fram til kynningar.

6.Veiðifélag Litlárvatna, aðalfundarboð 2014

Málsnúmer 201403020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Veiðifélags Litlárvatna sem fram fer í Skúlagarði, sunnudaginn 23. mars n.k. og hefst hann kl. 13:00 Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Guðbjarti E. Jónssyni til vara.

7.Fundur samráðsnefndar um sorpmál

Málsnúmer 201403022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð samráðsnefndar um sorpmál sem haldinn var í fundarsal Norðurþings 24. febrúar s.l. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.