Fara í efni

Framfarafélag Öxarfjarðar óskar eftir að sveitarfélagið Norðurþing leggi til hlutafé vegna fasteignar undir verslun

Málsnúmer 201403016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 97. fundur - 06.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Norðurþing leggi til hlutafé vegna kaupa og rekstur fasteignar sem hýst hefur verslunina á Kópaskeri. Markmið félagsins er að tryggja áframhaldandi rekstur dagvöruverslunar á Kópaskeri. Óskað er eftir því að Norðurþing leggi til 800.000.- í hlutafjárframlag. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um hlutafjárframlag að upphæð 800.000.- krónur.