Fara í efni

Stefanía Gísladóttir f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar sendir inn fyrirspurn vegna orkukostnaðar í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201403017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 97. fundur - 06.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefaníu Gísladóttir, f.h. Framfarafélags Öxarfjarðar vegna orkukostnaðar í Norðurþingi. Fram kemur í erindinu að stjórn Framfarafélags Öxarfjarðar var falið að leggja fram fyrirspurn til bæjarstjórnar Norðurþings um það hvort vilji væri til að jafna orkukostnað íbúa í bæjarfélaginu. Samkvæmt meðfylgjandi upplýsingum Byggðastofnunar er orkukostnaður húsnæðis á Húsavík um 75.496.- krónur á ári en á Kópaskeri er orkukostnaður við nokkuð sambærilegt húsnæði (117,4 fm) um 201.882.- krónur á ári.Stjórn Framfarafélags Öxarfjarðar óskar eftir því að bæjarstjórn Norðurþings skoði meðfylgjandi gögn út frá jafnræði íbúa í bæjarfélaginu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greinargerð og senda Framfarafélagi Öxarfjarðar.