Fara í efni

Fjárlaganefnd Alþingis, 508. mál til umsagnar

Málsnúmer 201405055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 107. fundur - 28.05.2014

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Fjárlaganefnd Alþingis, frumvarp til laga um opinber fjármál. 508. mál á þingskjali 869. Markmið laga þessara er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Í því skyni er lögunum ætlað að tryggja:1. heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma.2. vandaðan undirbúning áætlana og lagasetninga sem varðar efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár.3. skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn og starfsemi.4. að opinber reikningsskil séu í samræmi við viðurkenndar bókhalds- og reikningsskilareglur.5. virkt eftirlit með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda. Lagt fram til kynningar.