Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

107. fundur 28. maí 2014 kl. 16:15 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.816. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201405069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fjárlaganefnd Alþingis, 508. mál til umsagnar

Málsnúmer 201405055Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Fjárlaganefnd Alþingis, frumvarp til laga um opinber fjármál. 508. mál á þingskjali 869. Markmið laga þessara er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Í því skyni er lögunum ætlað að tryggja:1. heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma.2. vandaðan undirbúning áætlana og lagasetninga sem varðar efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár.3. skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn og starfsemi.4. að opinber reikningsskil séu í samræmi við viðurkenndar bókhalds- og reikningsskilareglur.5. virkt eftirlit með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda. Lagt fram til kynningar.

3.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra Húsavík

Málsnúmer 201405076Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð DA sf. sem fram fer þriðjudaginn 24. júní n.k. Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur Rifós hf 2014

Málsnúmer 201405075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Rifóss hf., í Kelduhverfi sem fer fram í Skúlagarði föstudaginn 6. júní n.k. og hefst hann kl. 14:00. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra, að fara með umboð sveitarfélagsins og Guðbjarti E. Jónssyni til vara.

5.Gentel Giants Hvalaferðir kærir afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Málsnúmer 201405073Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 44/2014, vegna kæru Gentle Giants-Hvalaferða ehf. vegna höfnunar stöðuleyfis torgsöluhúss, palls og veitingatjalds á þaki Hafnarstéttar 7 á Húsavik. Fram kemur í kæru Gentle Giants-Hvalaferða ehf., að þess er krafist að frestað verði réttaráhrifum ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings frá 23. apríl 2014 þannig að kæranda verði ekki skylt að fjarlægja torgsöluhús, pall og veitingatjald sem staðsett er á þaki Hafnarstéttar 7 á Húsavík fyrir 1. júní 2014. Þess er krafist að stöðvunin vari á meðan kærumál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni sbr. 5. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í bréfi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fylgir kæra Gentle Giants-Hvalaferða ehf., ásamt fylgigögnum. Vegna framkominnar kröfu um stöðvun framkvæmda er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varðar fyrir 3. júní n.k. og er sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna til sama tíma. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar að öðru leyti er 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4 gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um lóðahafa að Hafnastétt 7 til að veita honum andmælarétt. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins að afla gagna og annast nauðsynleg samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kærunnar.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur ungt fólk til að kjósa í komandi sveitarstjórnarkosningum

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem ber heitið "Er þér alveg sama" og er ætlað ungmennaráðum sveitarfélaga. Erindið er eftirfarandi: Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum farið minnkandi. Kosningaþátttaka í kosningum 2010 var sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 %-stig frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest árið 1974 eða 87,8%. Kosningaþátttaka 2010 var því 14,3 %-stigum lægri en árið 1974. Í öðrum norrænum ríkjum hefur sama þróun átt sér stað, sífellt færri nýta sér kosningarréttinn. Þar hefur kosningaþátttakan einnig verið greind niður á aldurhópa og eftir uppruna. Þannig hefur komið í ljós að yngri kjósendur og innflytjendur hafa síður nýtt sér kosningarréttinn en þeir sem eldri eru eða þeir sem eru innfæddir. Slík greining á kosningaþátttöku hefur ekki farið fram hér á landi. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða með neinni vissu að yngri kjósendur séu ekki að nýta sér kosningarréttinn, en samt má ætla að sama þróun sé hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur því látið gera gagnvirka herferð til þess að vekja athygli á komandi sveitarstjórnarkosningum og eiga þau að höfða sérstaklega til ungs fólks, þar sem fólk er hvatt til þess að taka þátt í kosningunum og hafa þar með áhrif á hverjir stýra sveitarfélögunum á kjörtímabilinu 2014-2018. Gagnvirka herferðin nefnist, Er þér alveg sama? Gagnvirka herferðin setur áhorfandann að borði ásamt þremur ungmennum sem eru að skipuleggja óvænta veislu fyrir sameiginlegan vin. Hinsvegar eru þau aldrei sammála um hvernig standa eigi að málum, tildæmis með val á tónlist, útfærslu á stemningu eða hvernig eigi nú að koma vininum á óvart! Þá er ábyrgð áhorfandans sú að velja og kjósa hvað eigi að gerast næst. Einnig er alltaf sá möguleiki að velja " alveg sama" og þá tekur við furðuleg atburðarrás sem leiðir ekki alltaf til góðs. Það eru fjölmargar leiðir í boði fyrir áhorfendur og margt óvænt sem getur gerst. Öll myndböndin eru textuð á ensku, íslensku og pólsku. <A href="https://www.youtube.com/watch?v=h1JEBqoYgBk"><FONT color=#0000ff size=3 face=Calibri>https://www.youtube.com/watch?v=h1JEBqoYgBk</A> Lagt fram til kynningar.<P class=MsoNormal style="LINE-HEIGHT: 115%">

7.Sýslumaðurinn á Húsavík ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Steinunni Sigvaldadóttur fyrir Gamla Bauk

Málsnúmer 201405071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Steinunni Sigvaldadóttir, f.h. Gamla Bauks ehf. þar sem sótt er um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga að Hafnastétt 11 í nýju húsnæði þar sem Café Skuld stóð. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að þeir aðilar sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

8.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2014

Málsnúmer 201405083Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Greiðra leiðar ehf. sem haldinn verður þriðjudaginn 10. júni n.k. að Hafnarstræti 91 á Akureyri og hefst hann kl. 13:30. Meðfylgjandi er ársreikningur félagsins. Bæjarráð felur Bergi Eliasi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:00.