Fara í efni

Félagsmiðstöðin Tún.

Málsnúmer 201406020

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Norðurþings - 3. fundur - 06.06.2014

Ungmennaráði finnst ánægjulegt að Tún sé að verða sú menningarmiðstöð ungmenna sem upphaflega var lagt upp með. Sérstaklega lýsir ungmennaráð yfir ánægju sinni með tilraunaverkefnið "skapandi sumarstörf ungmenna".

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015

Aðalbjörn Jóhannsson kynnir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Túns.
Aðalbjörn sagði frá starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Í máli hans kom fram að félagsmiðstöðin er að þjónusta 10 til 12 ára, 13-16 ára og 17-25 ára. Ýmsir viðburðir eru í gangi og hefur verið ágæt mæting á viðburði. Stefnt er á meiri samvinnu milli starfsstöðva og er verið að vinna að því. Starfrækt er sérstakt Túnráð ungmenna, Túnráðið skipuleggur starfsemi Ungmennahúsins. Áætlað er að fulltrúar í Túnráði fari til Danmerkur í kynnis- og námsferð ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar í maí. Margir boðnir og búnir í samfélaginu til að aðstoða og hjálpa vegna félagsmiðstöðvastarfsins. Til stendur að vera með draugahús sem fjáröflun fyrir Tún föstudaginn 13.febrúar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Aðalbirni fyrir góða kynningu.