Fara í efni

Frá Heilbrigðisfulltrúa varðandi raka í kjallara og stigagangi að Grundargarði 3

Málsnúmer 201406041

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Fyrir fundinum lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, undirritað af Þorkatli Björnssyni heilbrigðisfulltrúa en hann skoðaði íbúð í Grundargarði 3, stigagang og kjallara að beiðni íbúa vegna kvörtunar um myglulykt. Í bréfinu er greint frá niðurstöðu skoðunarinnar og tillögur gerðar um úrbætur. Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að láta gera úttekt og mat á kostnaði við lagfæringar. Rúmist kostnaður innan fjárhagsáætlunar ársins felur nefndin umsjónarmanni að ljúka málinu.